Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 79

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1983, Page 79
Seglskip með tölvu vann kappsiglingu yíir Atlantshafið Fátt virðist eins fjarlægt í sam- tíðinni og tölva og seglskip. Segi- skipið er tákn liðins tíma, en tölv- an tákn framtíðarinnar, þess er koma skal. Á hinn bóginn er það nú Ijóst að tölvur geta einnig gert mikið gagn á seglskipi, og til vitnis um það er eftirfarandi frásögn, en hún fjallar um það, hvemig SIR TOMAS LIPTON, seglskúta vann siglingakeppni yf ir Atlantshaf ið — og setti hraðamet á leiðinni, með hjálp tölvu. Hvemig er tölva notuð við stjóm seglskipa Seglskútan SIR TOMAS framándi um siði, er við stígum um borð í erlend skip. Þótt þéringar séu nú aflagðar og að- búnaður miðist við hagræðingu, fremur en pyngju örfárra auðmanna, þá má segja, að þrátt fyrir allt séu farþegaskipin glæsilegri og betur búin en nokkru sinni, og á það því enn við, sem segir í upphafs- orðum þessarar greinar, er vitnað í orð Indriða Einarssonar, en hann segir: „Skipin, sem fluttu póst og farþega 1872 voru búin við hæfi ríkra manna.“ Við þetta má segja að sé staðið enn þann dag í dag á sjónum, en munurinn er ef til vill aðeins sá, að nú ferðast allir á fyrsta farrými. LIPTON kom fyrst í mark í al- þjóðlegri siglingakeppni á Atlantshafi, en siglt var frá Plymouth í Englandi til Rhode Island í Bandaríkjunum. Allskon- ar skútur tóku þátt í þessari keppni, en aðeins einn maður var um borð, því þetta var keppni einstaklinga. Skipstjóri á skútunni var Geoffrey Williams, reyndur siglingamaður, og hann notfærði sér tölvu við að sigla vestur um haf. Leið skútunnar var ákvörðuð daglega með hjálp tölvu, er mötuð var með eiginleikum skútunnar við ýmsar aðstæður og einnig hafstraumum og veðurkortum, er fengin voru daglega frá veður- stofunni í Bracknell, ásamt upp- lýsingum um stað skútunnar hverju sinni. Notuð var KDF9 tölva frá Eng- lish Electric Computers Ltd. Tók úrvinnsla tölvunnar 3.5 mínútur á hverjum morgni, og með hjálp tölvunnar tókst Will- iams skipstjóra ekki aðeins að sigra alla keppinauta sína, heldur setti hann einnig hraðamet, með því að fara 390 km á einum sólar- hring (hraðamet fyrir einstakling), en það er nærri 9 hnúta meðal- hraði. Tölvufræðingarnir skiptu verk- efni sínu í þrjá hluta. Hnattstöðu skútunnar, eiginleika skútunnar og hraða, og skemmstu leið til áfangastaðar. Upplýsingar veður- stofunnar og veðurspá var fengin hvern morgun og gerð var spá fyrir næstu 150 kílómetrana er skútan átti að sigla. Við hverja tölvuúrvinnslu voru reiknaðir möguleikar á 150 stefn- um, en ný stefna var tekin kl. 11.00 hvern morgun og þá gert ráð fyrir að fara ekki nema 35 kíló- metra út af stórbaugsleiðinni til áfangastaðarins og spáin var látin ná fyrir næstu 52 klukkustundir og miðað við að ná á sem skemmstum tíma til áfangastað- arins. Tölvan kom síðan með 6 bestu valkostina og voru þeir bornir saman við Ship Routing Officer at Braknell, en þar eru kaupförum gefnar upplýsingar um siglinga- leiðir yfir Atlantshaf. Að þessu loknu voru tveir bestu valkostirnir sendir með fjar- skiptatækjum til skútunnar, og þar tók skipstjórinn sína ákvörð- un. Eru tölvur betri en sjómenn? Lauslega áætlað kostaði þessi tölvuvinnsla um eina milljón króna, er tölvufélagið gaf, því það vildi sanna yfirburði tölvunnar á þessu sviði. Siglingafræðingur hefði getað unnið úr gögnum tölvunnar á 24—36 tímum og hugsanlegt er að siglingafræðingar um borð í skipi, með veðurfregnum, hefðu komist að líkri niðurstöðu og tölvan, en óhugsandi er þó að „einyrki“ á siglingu geti sinnt slíkri vinnu. Tölvunotkun til þess að finna hentugar siglingaleiðir hefur verið notuð með góðum árangri af ýmsum ieiðsögufyrirtækjum beggja megin Atlantshafsins og þykir það sjálfsagt að fá slíkar tölvuleiðir fyrir stórskipin, því það sparar tíma, álag og orku, en þetta er í fyrsta sinn sem skemmtiskúta fær slíka þjónustu — og árangur- inn lét ekki á sér standa. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.