Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 19

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 19
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17 „Fjandi leiðinlegt að geta ekki hamlað eitthvað á móti með samtökum sjómanna4< Hundrað ár eru nú liðin frá því er fyrstu hásetasamtökin, „Báru-félögin“ svonefndu, tóku að myndast • • ld er nú liðin frá stofnun fyrsta hásetafélagsins á ís- landi - Bárunnar í Reykja- vík, sem áður en yfir lauk hafði stofnað deildir í mörgum verstöðv- um öðrum. Félagið er stofnað ári síðar en Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Aldan, en aldarafmælis hennar minntist Sjómannadags- blaðið í fyrra. Löngum hefur verið litið svo á að Bárufélögin marki upphaf íslenskrar verkalýðshreyf- ingar og mega sjómenn vera hreyknir af að félagssamtök þeirra skuli skipa þann sess. Ekki átti það svo að fara að Bárufélögunum ent- ist sami aldur og Öldunni - félögin lögðust niður 1909-1910, en ný félög á sama grunni tóku síðar til starfa og má Sjómannafélag Reykjavíkur vissulega rekja upphaf ferils síns til Bárunnar, þótt sagan sé ekki óslitin. Hér á eftir er sagt frá tildrögum stofnunar Bárunnar og er stuðst við rit Ólafs heitins R. Einarssonar sagnfræðings, „Upphaf íslenskrar verkalýðshreyfíngar,“ en þar hafa efninu verið gerð ítarlegust skil til þessa. Stéttarsamtök sjómanna Hlutur fiskveiðanna í þjóðarbúskapn- um hafði smám saman verið að aukast alla 19. öldina, og undir lok aldarinnar myndast ný stétt við sjávarsíðuna. Á tímum áraskipanna var vart hægt að tala um sérstaka sjómannastétt í Reykjavík, heldur töldust sjómenn til þurrabúðar- eða tómthúsmanna- flokksins. Með tilkomu þilskipaútgerðarinnar við Faxaflóa upp úr miðri 19. öldinni gjörbreytist afstaða sjómannsins til út- gerðarinnar og þó sérstaklega til út- Ottó N. Þorláksson, aöalhvatamaðurinn að stofnun Bárunnar. gerðarmanna sem voru að jafnaði einnig kaupmenn. Sambandið milli útgerðamanna og háseta varð þá minna, ópersónulegra, og atvinnu- reksturinn varð með stórbrotnara sniði. Reykjavík hafði einnig vaxið ört, einkum vegna aðstreymis fólks er byggði afkomu sína á fiskveiðum. Bærinn var orðinn helsta útgerðarstöð við Faxaflóa og þaðan gerðu stærstu þilskipaeigendurnir út. Arið 1865 var ekkert þilskip gert út frá Reykjavík, en um aldamótin voru þau orðin 61 við Faxaflóa, þar af 48 frá Reykjavík, og urðu þilskipin ekki fleiri eftir það. Þilskipaútgerð og verslun Geirs Zoega var aðalaútgerðaraðilinn í Reykjavík og mun hann hafa átt alls 18 skip. Tryggvi Gunnarsson, sem varð banka- stjóri Landsbanka íslands árið 1893, var helsta stoð og stytta útvegsins í Reykjavík. 42% íbúa Reykjavíkur- kaupstaðar höfðu lífsviðurværi sitt af fiskveiðum árið 1890 og hafði sú tala aukist jafnt og þétt. Afkoma og öryggi sjósóknarmanna hafði því mikla þýð- ingu fyrir atvinnulífið í höfuðstaðnum. Sjómenn höfðu farið varhluta af vaxandi félagslífi bæjarins, þar sem vinnutími þeirra var Þrándur í Götu þáttöku þeirra í félagsstarfsemi. Sjó- menn á þilskipum voru þó í höfn vetr- armánuðina, yfirleitt frá því í október til febrúarloka er vertíð hófst. Sjómannaklúbburinn ,,Sjómannaklúbburinn“ svonefndi var stofnaður í Reykjavík árið 1875 fyrir forgöngu Áma Thorsteinssonar land- fógeta, Þorláks O. Johnsons kaup- manns og Matthíasar Jochumssonar skálds. Hann sótti fyrirmynd sína til Englands og ber vitni um „kærleiks- ríkan“ hug embættis- og kaupmanna í garð hinna lægst settu í þjóðfélaginu og um tilraunir þeirra til að bæta líf- erni þeirra, einkum ,,til að draga menn frá klúbb Bakkusar,“ eða eins og segir í 1. gr. laga klúbbsins: „...er aðal augnamið hans að efla sjálfsmenntun og fagran félagsanda hjá sjó- og verkamönnum...“ Á fyrsta fundi klúbbsins flutti Matthías erindi sem ekki hefur varðveist, um félagssamtök og framfarir, og hefði verið fróðlegt að vita nánar um þann boðskap. Klúbbstarfsemin naut mikilla vin- sælda meðal alþýðu bæjarins og hel- stu menntamenn landsins fluttu þar erindi eða kenndu. En Sjómanna- klúbburinn beitti sér ekki fyrir því að bæta launakjör sjómanna, heldur ein- göngu mannúðarmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.