Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 32

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 32
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 30 áður en ég varð formaður Vélstjórafé- lagsins og mig minnir að það hafi ver- ið 1983 að komið var að máli við mig og ég beðinn um að vera í framboði til forseta FFSÍ. Ég gekkst inn á það en varð fljótt var við að hafnar voru „ag- iteringar“ gegn mér með það í huga að tefla manni fram á móti mér. Nú - sá maður fannst. Hann kom úr röðum skipstjórnarmanna og þar sem þeir áttu fleiri fulltrúa á þinginu var sú bar- átta töpuð fyrirfram. Ég og mínir menn sættum okkur við það og létum gott heita. En í framhaldi af þessu kom það að FFSÍ hefur aldrei viður- kennt kvótakerfið sem stjórnunarleið - verið alfarið á móti því - þótt and- staðan muni eitthvað vera að minnka núna. Á þinginu 1985 urðu mjög harðar deilur um kvótakerfið og hafði Guð- jón A. Kristjánsson forseti lýst yfir að hann mundi segja af sér ef það yrði viðurkennt sem stjórnunarleið af þinginu. Ég hafði haft samband við mörg félög úti um land og var sann- færður um að stuðningsmenn kvóta- kerfisins væru í meirihluta á þinginu. Varla nema Vestfirðingar voru á móti, en það höfðu þeir frá upphafi verið. En svo gerist það á þinginu að þeir sem sagt höfðu mér að þeir mundu styðja kerfið runnu margir af hólmin- um og gengu í það að búa til einhverja útfærslu á skrapdagakerfinu - og tókst að fá fyrir því meirihluta til að bjarga ásjónu Guðjóns. Þessa tillögu fór Guðjón með sem fulltrúi FFSÍ á Fiski- þing, en þar fór svo að hún fékk ekki nema eitt atkvæði eða atkvæði hans sjálfs, sem segir nú býsna mikið um efnið. Og reyndar held ég að þessi tillaga hafi aðeins verið samþykkt til þess að Guðjón þyrfti ekki að standa við yfirlýsinguna um að víkja. En nóg um það. Mér og fleirum úr okkar hópi fannst að við ættum enga möguleika á að koma okkar málum fram innan FFSI. Okkar áherslur komu þar aldrei í ljós. Þar með tók ég þá ákvörðun að beita mér fyrir því að við gengjum út úr sambandinu." Til samtaka okkar teljast nú 2400 manns „En það var ekki svo einfalt. Fyrst varð að samþykkja það á aðalfundi og láta síðan allsherjaratkvæðagreiðslu fara fram um málið. FFSÍ-menn lögð- ust fast gegn þessu og áttu greiðara með að ná til manna úti um land en við. En samt fór það svo að tillagan um úrsögn Vélstjórafélagsins var samþykkt og voru aðeins um 10% á móti. Þá varð ég óskaplega stoltur, en ekki hefðijrað verið létt að mæta á næsta FFSÍ þing eftir að hafa fengið neitun frá félögum mínum í VSFI. Því var spáð af mörgum að eftir úr- sögnina mundum við einfaldlega lognast út af. En raunin hefur orðið önnur. Við erum boðaðir til þing- nefnda og til ráðherra ekki síður en FFSÍ þegar málefni sjómanna eru á döfinni og fáum öll þingmál er að þeim lúta til umsagnar. Þannig erum við fullkomlega teknir gildir. Það gjald sem tekið var af vélstjórum og rann óskipt til FFSÍ kemur nú til okk- ar. Til þess þurfti að vísu lagabreyt- ingu og hún kostaði baráttu - en fékkst samþykkt á síðasta þingi. Þar brást enn ein hrakspá andstæðinga okkar. Utan Vélstjórafélags Islands eru nú nokkur félög. Þau eru Vélstjórafélag Vestmannaeyja og Vélstjórafélag Suðurnesja og deildirnar í Grindavík og á Akranesi. En Vestmannaeying- arnir og Suðurnesjamennirnir hafa gert við okkur samstarfssamning. Þeir eru gengnir út úr sínum samböndum, FFSI og SSÍ og þannig háttar til nú innan FFSI að innan þess sambands eru engir vélstjórar. Til samtaka okkar teljast nú rúm- lcga 2400 manns að ég ætla en innan FFSÍ geta varla verið fleiri en 17- 1800. Því erum við orðnir stærri en þeir. Komi Akurnesingarnir og Vest- firðingarnir með fjölgar enn og við stefnum á samtök sem orðið gætu allt að 3000 manns: Því þeim fjölgar stöð- ugt sem starfa að vélstjórn í landi. Eftir því sem Vélstjórafélagið eflist verður auðveldara að koma fram þeim framfaramálum sem ég hef nefnt. Það er bæði illt og gott að vera með mið- stýringu, en segja má að ein stjórn yfir svo fjölmennu félagi sé viss miðstýr- ing. Én það þýðir líka að öll starfsemi verður miklu markvissari og skilvirk- ari og úr meiri fjármunum verður að spila. Endurmenntunin, sem er alveg bráðnauðsynleg fyrir vélstjórastéttina, krefst mikils fjár svo hægt sé að að efla hana. Og fleiri sameiginleg verk- efni er verið að ráðast í sem kosta sitt. Ég nefni nýja Vélstjóratalið, en það mundu Vélastjórafélag Vestmanna- eyja eða Vélstjórafélag Suðurnesja ekki ráða við ein, né aðrar litlar ein- ingar. Það er sannfæring mín að því fleiri sem við náum inn í samtökin, því fleiri góðum málum verður hægt að koma fram. En fyrsta skilyrðið er markviss stefna - að menn viti hvað þeir vilja.“ Samþykkjum ekki alþjóðlega skráningu farmanna án hliðarráðstafana ,,Ég tel rétt að koma hér að málefnum farmannanna sem svo mikið hafa ver- ið til umræðu. Allt frá því er ég fór að fylgjast með þessum málum um 1979 höfum við verið aðilar að Norræna vélstjórasambandinu, sem ég áður vék að. Þá var þessi útflöggunarþróun þegar komin mikið til umræðu á hin- um Norðurlöndunum. En hér sögðu menn sem svo að þessi fjandi mundi aldrei dynja yfir okkur, við mundum berjast á móti þessu. En reyndin varð sú að menn réðu ekkert við þetta, þrátt fyrir hvers kyns heitingar. Eina Norðurlandaþjóðin sem náð hefur árangri eru Danir. Þeir sögðu strax að þeir ætluðu að gera danska fánann á flutningaskipunum að tákni um góða þjónustu og það hefur þeim tekist. Danir reka um 600 kaupskip sem sigla um heimshöfin. Þessi skip eru í samkeppni við útlendinga og koma sum varla til Danmerkur. Dönsk stjórnvöld sögðu nefnilega við sjálf sig: „Ef við mönnum okkar skip með útlendingum, þá þýðir það að dönsku sjómennirnir verða atvinnulausir og bætast í hóp atvinnulausra hér heima“ - en atvinnuleysi í Danmörku er um 8-9%. Og útlendingarnir um borð munu ekki koma til með að eyða sín- um peningum í Danmörku, kaupa danskar iðnaðarvörur o.s.frv. Því skulum við gera okkar fólk sam- keppnishæft við útlendingana með því að lækka launakostnað útgerðanna.“ - Það var gert með því móti að ríkið gaf skattana eftir, en þeir námu um 37% af laununum. Með þessari aðferð hafa yfir 90% danskra farmanna haldið vinnu. Nú hafa Finnar farið sömu leið og Danir, þó með þeim mun að samn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.