Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 33
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
31
,,Því var spáð af mörgum að eftir úrsögnina mundum við einfaldlega lognast út af. En
raunin hefur orðið önnur. “ (Ljósmynd Sjómannadagsblaðið / Björn Pálsson)
mgur var gerður við sjómannasamtök-
in um að engir nema Finnar væru um
borð - en sjómennirnir féllust á móti á
15% launalækkun. Öðru máli gegnir
um Norðmenn, sem tóku það til
bragðs að búa til alþjóðlega skrán-
ingu, þannig að „allra þjóða kvikindi“
geta verið á þeirra skipum. Hjá þeim
voru engar hliðarráðstafanir gerðar,
þannig að ekki nema um 3% undir-
manna eru nú norskir. Fyrir vikið er
nú skortur á norskum ungmennum í
þarlendunr sjómannaskólum.
Eg hef verið talsmaður dönsku leið-
arinnar hér á landi nokkuð lengi, en
þótt ég og fleiri tala fyrir daufum eyr-
um. Loks nú eru menn farnir að hug-
leiða svipaðar ráðstafanir og sjá að
þær eru það skynsamlegasta sem hægt
er að gera í þessari stöðu. En þótt af
því verði nú þá koma þær býsna seint.
Það má sjá af því að um síðustu ára-
mót voru aðeins sex kaupskip undir
íslenskum fána en voru 45 árið 1988!
Þegar búið er að manna skipin útlend-
ingum í svo miklum mæli þá gefur
það auga leið að enginn leikur er að
snúa þróuninni við. Þetta eru afleið-
mgar þess hve lengi menn voru að sjá
hvert stefndi og hvað var í húfi. Þegar
skipi hefur verið flaggað út gilda ís-
lensk lög ekki um borð í þeim meir og
útgerðirnar geta ráðið hverja sem þær
vilja.
Þó er nokkur von enn. Nokkru áður
en Steingrímur J. Sigfússon hætti sem
samgönguráðherra skipaði hann
nefnd til þess að gera tillögur um þetta
efni og sat ég í henni meðal annarra.
Við gengum frá frumvarpi til laga um
alþjóðlega skráningu, en stuðningur
okkar við hana er auðvitað skilyrtur:
Við gerum þá kröfu að svo verði frá
málunum gengið að farmennirnir okk-
ar verði þokkalega samkeppnishæfir
við útlendingana. Samþykkjum við
alþjóðlega skráningu án slíkra hliðar-
ráðstafana erum við aðeins að sam-
þykkja að það nægi að hafa útlending-
ana - þá ráðum við engu. í ræðu minni
við setningu síðasta Vélstjóraþings
sagði ég að forsenda þess að einhver
árangur náist í þessu máli sé að öll
sjómannasamtökin verði sammála.
Komi til þess að einn segi þetta og
annar hitt mun vissulega ekkert ger-
ast.“
Nýtt og glæsilegt vélstjóratal
,,Að endingu vil ég snúa mér að þeim
menningar- og félagsmálalegu fram-
kvæmdum sem eru í gangi. Arið 1992
var skipuð nefnd í þeim tilgangi að
gefa út nýtt vélstjóratal og miðar
þeirri vinnu vel. í gamla talinu sem
kom út 1972 voru nöfn 1150 vélstjóra,
en nú erum við þegar komnir með
2600. Hins vegar telur ritstjórinn,
Franz Gíslason sagnfræðingur, að
nafnafjöldinn sé í kring um 7600.
Ekki vitum við enn hvenær verkið
kemur út, en líkur eru á að sjálfri söfn-
uninni Ijúki fljótlega. Er ekki ósenni-
legt að botninn verði sleginn í hana
með samræmdri herferð. Þótt við ná-
um ekki að gera hverjum og einum
skil þá er það ekki svo lítill árangur að
við höfum meira en tvöfaldað þann
fjölda sem var í gamla talinu. Nýja
vélstjóratalið gæti geymt yfir 3000
nöfn og yrði þá þrjú bindi. Kostnaður
verður um 10-12 milljónir. Við lítum á
þetta sem stórt menningarlegt fram-
tak, sem aðeins öflug samtök geta ráð-
ist í eins og ég áður sagði.
Þá eru það orlofsmálin: Við eigum
sumarbústaðaland austur við Lauga-
vatn, en meðal þess fyrsta sem ég
sneri mér að hér var að ljúka við bygg-
ingu 12 orlofshúsa sem hafið var að
reisa 1968, en framkvæmdir lágu niðri
við þau í um 8 ár. Þetta eru raðhús og
lauk verkinu árið 1980 að mig minnir.
Til viðbótar hafa nú verið byggð tvö
ný hús ásamt sundlaug og húsvarðar-
hús. Aform eru uppi um að byggja
yfir sundlaugina og verður það hús
gegnsætt og um 300 fermetrar. Tvær
íbúðir á félagið einnig og er önnur í
Reykjavík en hin á Akureyri og er þá
ótalið hús austur í Egilsstaðaskógi. Af
þessu má sjá að Vélstjórafélag íslands
eru sívaxandi samtök sem hafa mikið
umleikis.“
Hér látum við spjallinu við Helga
Laxdal lokið og óskum honum og fé-
lagi hans besta gengis og árangurs-
ríkrar sóknar, hagsmunum vélstjóra-
stéttarinnar til heilla.
AM