Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Síða 53
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51 Makkafeiti í stað koppafeiti Rifjuð upp saga vélbátsins „Stanley“ á ísafírði - fyrsta bátsins á Islandi sem búinn var vél til fískveiða Vélvæðing íslenska bátaflot- ans sem hófst á ísafirði síðla árs 1902 markaði upphaf einhverrar mestu og skjótustu at- vinnubyltingar sem orðið hefur hér á landi, og hafði mikil áhrif á mann- líf og byggðaþróun víða um land. Hér á eftir verður greint frá að- draganda og upphafi þessarar bylt- ingar. Sigfús Bjarnason kaupmaður og kon- súll varð fyrstur ísfirðinga til að ákveða að ráðast í útgerð vélknúins báts. Hann dvaldist í Danmörku vetur- inn 1898-1899 og kynntist þar báta- vélum sem Danir voru þá sem óðast að taka í notkun. Sigfús hreifst af þessari nýju tækni og gerði ráðstafanir til að fá vél. Vorið 1899 lét hann flytja til Isafjarðar efni í bát sem vélin átti að fara í og hófst smíði hans síðsumars það ár. Smíðina önnuðust þeir Ás- mundur Ásmundsson og Jón Gunn- laugsson í Hnífsdal, og luku þeir verk- inu veturinn 1899-1900, en vélin kom ekki fyrr en í apríl 1903 og var bátur- inn, sem bar nafnið ,,Cæsar“, þá sjó- settur. Örlagarík töf Töfin sem varð á því að vél Sigfúsar kæmi til landsins olli því að hann varð ekki fyrstur fslendinga til að gera út vélbát til fiskveiða. Á meðan hann beið afréðu þeir Sophus J. Nielsen verslunarstjóri og Árni Gíslason for- maður á ísafirði að panta tveggja hest- afla Möllerupsvél í sexæring sem þeir áttu saman og „Stanley“ hét. Er sam- vinna þeirra skemmtilegt dæmi um það hverju menn af ólíkum uppruna og úr ólíkum störfum geta fengið áorkað er þeir leggja saman. Sophus var Dani en hafði stundað verslunarstörf á ísafirði um langa hríð og gjörþekkti íslenskar aðstæður og atvinnuhætti. Svo vildi til að bróðir hans var verkstjóri hjá Möllerups- verksmiðjunum í Esbjerg, og skrifuð- ust þeir bræður oft á um aldamótin. Frá bróður sínum fékk Sophus upp- lýsingar og vitneskju um bátavélar sem þá voru mjög að ryðja sér til rúms í Danmörku, og eftir nokkra umhugs- un afréð hann að reyna hvernig slík vél reyndist hérlendis. Árni var aftur á móti sjómaður, þaulvanur sjósókn og fiskveiðum og hafði, að eigin sögn, hrifist af litlum vélbátum sem danskir kolaveiðimenn notuðu á Önundarfirði um þetta leyti og komu stundum til ísafjarðar að sækja póst. Þótti honum - og þeim félögum báðum - sýnt, að létta mætti miklu erfiði af sjómönnum, ef takast mætti að búa fiskibáta vélum. Vélin í „Stanley" kom til ísafjarðar með „Vestu“ 2. nóvember 1902, og með henni sendi verksmiðjan ungan mann, J.H. Jessen, og átti hann að sjá um að setja hana niður og kenna Árna að fara með hana. Rúmar þrjár vikur tók að setja vélina í bátinn og hinn 25. nóvember var fyrsta reynsluferðin farin. Frá þeim atburði segir svo í samtíma- heimild, ísafjarðarblaðinu „Vestra“: Gekk álíka og þegar sex menn róa „25. f.m. var búið að setja vélina í bátinn, og var hann þá settur á flot og farið að reyna hann. Báturinn var inni á Polli, og fór formaður hans ásamt meðeiganda sínum og nokkrum bæj- armönnum fyrstu ferðina út í Hnífs- dal. Ferðin gekk ágætlega, og gekk báturinn álíka og sex menn róa. Hann var 40 mínútur utan úr Hnífsdal inn á ísafjörð, en fór þó sjálfsagt fimm mín- útna krók inn Djúpið. 29. f.m. fór Árni Gíslason á sjó til fiskjar og reyndist vélin mjög þægi- leg. Hann hefur nú aðra olíu til brennslu en fyrst, og gengur báturinn miklu betur með henni og hefur nú góðan gang. Vér óskum eigendum til hamingju með þetta nýja fyrirtæki þeirra, og eiga þeir þakkir skilið fyrir að hafa orðið fyrstir til að leggja út í áhættuna og reyna þessa nýjung. - Gefist þessi hreyfivél vel, sem vér efumst ekki um, er óhætt að gera ráð fyrir að margir fleiri komi á eftir.“ Sannfærðust fljótt um yfírburði vélbátanna Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki ósennilegt að þessi frétt hafi verið sú merkasta sem „Vestri“ birti á ferli sín- um og víst er að ritstjóri blaðsins reyndist sannspár um að fleiri myndu fara að dæmi þeirra Árna og Nielsens
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.