Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 54

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Page 54
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 52 og verða sér úti um vélar í báta sína. Að sögn Árna reri hann á „Stanley“ frá ísafirði á vetrarvertíðinni 1903, en fór þá út í Bolungarvík og reri þaðan á vorvertíðinni. Útgerðin gekk vel þótt fisklítið væri og gæftir stirðar um vet- urinn, og sannfærðust menn fljótt um yfirburði vélbátanna yfir áraskipin. Vélbátarnir gátu, þegar svo stóð á, far- ið tvær veiðiferðir á meðan áraskipin fóru eina og gátu því borið meiri afla að landi, svo ekki sé minnst á það hve miklu léttari vinnan á vélbátunum var.“ Bátunum Qölgar „Og nú var þess skammt að bíða að vélbátum tæki að fjölga ört. Nákvæm- ar tölur um fjölda þeirra á ísafirði eru að vísu ekki tiltækar, þar sem skýrslur gátu ekki vélbáta sérstaklega fyrr en 1907, en engu að síður má fá dágóða mynd af fjölguninni með því að hyggja að tölum um útgerð opinna skipa í bænum á fyrstu árum aldarinn- ar. Síðustu ár 19. aldar var útgerð ára- skipa frá ísafirði lítil sem engin og 1902 sögðu hagskýrslur að þar væri gert út eitt tveggja manna far og 1903 eitt fjögurra manna far. Ári síðar, 1904, hafði opnum skipum í bænum hins vegar fjölgað að mun og þá voru fjórir sexæringar gerðir þar út og þrír stærri bátar. Lítill vafi leikur á því að Arni Gíslason, sá er gerði útfyrsta ís- lenska vélbátinn. þar var um vélbáta að ræða, enda fjölgaði þeim ört á ísafirði næstu árin. Makkafeiti í stað koppafeiti Ekki voru þó allir jafn sannfærðir um ágæti vélbáta og ritstjóri „Vestra“, eins og fram kemur í grein sem Fridti- of Nielsen, sonur Sophusar Nielsen, ritaði í Sjómannablaðið Víking 1947, en þar sagði hann frá því er vélin var sett í „Stanley" árið 1902 og fyrstu reynsluferðinni. Fórust honum svo orð: „Strax eftir að mótorinn var kominn til landsins var byrjað að breyta bát þeim sem átti að setja mótorinn í. Breyting þessi tók ekki mjög langan tíma eftir þeim kringumstæðum sem þá voru fyrir hendi. Þegar búið var að ganga frá niðursetningu vélarinnar, var hún reynd á landi og gekk í alla staði vel. Eg man eftir því, þó ungur væri, að það hafði gleymst að senda koppafeiti um leið og mótorinn var sendur, og var það ráð tekið að slátra hesti og nota makkafeiti í stað koppa- feiti, og heppnaðist þetta vel. Þann 25. nóvember 1902 var reynsluförin farin og vorum við bræð- urnir, ásamt föður mínum og fleiri í för þessari. Ferðinni var heitið til Hnífsdals og gekk ferðin eftir óskum. Sem dæmi um það hve ótrúin var mik- il á þessum mótorum, og þeir beinlínis álitnir manndrápstæki, man ég eftir því að löngu seinna sagði móðir mín mér frá því að áður en þessi reynsluför var farin, hefði kona á ísafirði spurt sig um hvort ekki væri nóg að maður- inn hennar (faðir minn) færi þessa ferð, þó svo blessaðir drengirnir væru látnir vera heima! Ferð þessi til Hnífs- dals vakti mikla eftirtekt, sérstaklega meðal sjómanna, en dómarnir voru misjafnir, t.d. heyrði ég seinna að sjó- menn óttuðust að skellirnir frá útblást- ursröri mótorsins myndu fæla allan fisk burt. 21 vélbátur á ísaflrði 1907 Árið 1907 þegar tekið var að birta töl- ur um vélbáta í hagskýrslum og þeir taldir „stærri bátar“ en sexæringar, var 21 slíkur bátur á ísafirði. Þeim fækkaði síðan um tvo næsta ár, en fjölgaði svo aftur og voru orðnir 28 árið 1911. Möllerupvél. Þessi vél var framleidd 1902 og er svipuð að stœrð og sú sem sett var í „Stanley". Hún er varðveitt á Þjóðminjasafhinu. Fyrstu vélbátarnir voru opnir, og voru margir þeirra sexæringar, sem breytt hafði verið. En ekki leið á löngu uns þilfarsbátar komu til sögunnar, og voru þeir ýmist keyptir erlendis frá eða smíðaðir heima. Fyrsti vélknúni þilfarsbáturinn á ísafirði var „Harpa“ sem þeir Carl Löwe og Helgi Sveins- son áttu, og hóf hún róðra sumarið 1905 og gekk vel. „Harpa“ var smíðuð erlendis og keyptu nokkrir heimastjórnarmenn á ísafirði bátinn vélarlausan til landsins og hugðust setja í hann „dálitla gufu- vél.“ Af því varð þó ekki og er þeir Helgi og Carl keyptu bátinn, létu þeir setja í hann Alphavél, en Helgi hafði umboð fyrir þær. Carl var skipstjóri á „Hörpu“ uns hann eignaðist „Huldu“ nokkrum árum síðar, og 1909 eignað- ist hann enn stærri þilfarsbát sem „Freyja“ nefndist og smíðaður var í Friðrikshöfn. Þilfarsbátum á Isafirði, sem minni voru en 12 brúttólestir, fjölgaði hægt framan af. Þeir voru alls 6 árið 1913, en fjölgaði þá skyndilega mjög og voru orðnir 17 árið 1916. Árið eftir, 1917, voru 26 þilfarsbátar minni en 12 brúttórúmlestir gerðir út frá ísafirði. Þá fækkaði bátunum nokkuð og voru þeir 19 árið 1918 og 17 ári síðar...
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.