Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 63

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1994, Side 63
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 61 „Nú eru það atvinnumálin sem allt snýst um“ - segir Jónas Ragnarsson formaður Stýrimannafélags íslands sem stofnað var um borð í gamla Gullfossi fyrir 75 árum Stýrimannafélag íslands, sem er félag stýrimanna á farskip- um, varð 75 ára þann 19. febrúar sl. og var afmælisins minnst með hátíðarfundi í samkomusal Sjómannskólans þar sem félaginu bárust ótal góðar gjafir og ýmsir ágætir félagar og velunnarar voru heiðraðir. I tilefni af þessum tíma- mótum áttum við eftirfarandi spjall við formann félagsins, Jónas Ragn- arsson. Jónas varð formaður Stýri- mannafélagsins árið 1992, þegar hann tók við af Erni Daníelssyni og spyrjum við fyrst hvort hér sé ekki um tímafrekt starf að ræða. „Þetta er satt að segja mikil og tíma- frek vinna,“ svarar Jónas „og ég ætla að flestir sem formannsstarfið taka að sér séu búnir að fá nóg eftir tvö til fjögur ár. En á móti kemur að þetta er gefandi starf og stétt stýrimanna er að berjast fyrir Iífshagsmunamálum sín- um um þessar mundir. Það er til marks um ástandið að fullgildir félagar okk- ar eru nú 107, sem er því miður veru- leg fækkun, þótt fjöldinn sé talsvert meiri ef aukafélagar eru taldir með. En fækkunin endurspeglar hve krepp- ir að stétt okkar nú um það bil sem félagið fagnar 75 ára afmæli sínu.“ Hvernig bar stofnun Stýrimannafélags Islands að? „Svo vill til að stofnun félagsins var með nokkuð sérstæðum hætti. Það var ekki stofnað í einhverjum hentugum fundarsal eins og oftast mun venjan, heldur komu stofnendurnir, sem voru tíu talsins, saman um borð í gamla Gullfossi til þess að mynda félagsskap sinn. Fyrsti formaðurinn var Jón Er- lendsson. A þeim tíma var algengt að stýrimenn á íslenskum farskipum væru búsettir erlendis og þá einkum í Kaupmannahöfn, og í bókum félags- ins er þess meira að segja að getið að eitt sinn hafi félagsfundur í Stýri- mannafélaginu verið haldinn í Kaup- mannahöfn, en óvenju mörg íslensk skip voru þar þá stödd. En þótt þetta hafi að vísu breyst og stýrimannastéttin orðin heimilsföst á íslandi - einn býr að vísu í París(!) - þá er annað sem ekki hefur breyst í tímans rás. Þegar ég fyrir skömmu var að fletta gömlum blaðaúrklippum sem við fundum niðri í kjallara hér í Borg- artúninu rakst ég á frásagnir af verk- falli stýrimanna einhvern tíma á fjórða áratugnum, en stýrimenn hafa víst stundum þótt erfiðir í launadeil- um. Þá sá ég að greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð núna. Fyrir- sögnin var: „Brúarfoss missir af stór- um farmi vegna verkfalls stýri- manna.“ Mikið hljómar þetta nú kunnuglega. Þá eins og núna hafa samningaviðræður að allt of miklu leyti farið fram í fjölmiðlum.“ Eigi að síður eru önnur málefni á oddinum núna en þá var? „Það er alveg rétt, áherslurnar í kjara- baráttunni hafa breyst. Nú eru það at- vinnumálin sem allt snýst um. í síð- ustu samningum var meginástæða þess að við skrifuðum undir samninga sú að við fengum loforð frá ríkis- stjórninni þess efnis að eitthvað yrði farið ofan í atvinnumál okkar. En síð- an hefur ekki annað gerst en það að stöðum stýrimanna hefur enn fækkað. Það var ekJci það sem okkur var heitið og á grundvelli viðkomandi bókunar í samningunum kunnum við að segja þeim upp í vor.“ Nú kreppir að hjá skipafélögunum, sem sjálfsagt torveldar samningsgerð? „Víst eru skipaútgerðirnar í fjárhags- vanda, en ég tel að mikill hluti vand- ans stafi af því að þær hafa verið að undirbjóða hver aðra og farið öllu neðar en skynsamlegt var. Svo er það útflöggunarstefnan. Ég dreg ekki dul á að ég get skilið skipa- félög eins og til dæmis Eimskip sem kannske kaupa skip fyrir 100 milljónir og er svo gert að greiða 10 til 15 millj- ónir í skráningar- og stimpilgjöld sé ætlunin að skrá skipið á Islandi. Hvern þarf að undra þótt menn kjósi heldur annan fána - þótt okkar ís- lenski fáni sé fallegur. Ég aflaði mér upplýsinga um þau gjöld sem Eimskip hefði þurft að greiða þegar Bakkafoss kom á sínum tíma og varð þess áskynja að þau hefðu numið 12 millj- ónum. En með því að skrá skipið und- ir fána Antigua urðu gjöldin með lög- fræðikostnaði og öðru innan við millj- ón. Ég verð að játa að mér þætti sá stjórnandi lélegur sem ekki gæfi gaum að slíku. En þetta hefur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir farmannastétt okkar og eitt hið alvarlegasta er að við höfum nú misst frá okkur alla þessa svokölluðu stórflutninga, svo sem á fiskimjöli og lýsi. Þessa flutninga annast nú skip sem við erum af og til að frétta af strönduðum hér og þar við landið - enda eru þau undirmönnuð, áhöfnin kannske 5-6 menn. Ég nefni sem dæmi það atvik þegar Sinetta fór niður við Skrúðinn fyrir nokkrum árum og öll áhöfnin fórst. Skipið reyndist mannað mönnum sem áttu sér ekki annað heimilisfang en póstkassa ein- hvers staðar niðri á Gíbraltar. Það tókst ekki einu sinni að hafa uppi á fjölskyldum allra áhafnarmeðlima. Ég vona að við munum geta eitt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.