Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 7
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
7
Frumgerð afstyttunni „Horft til hafs, “ sem aflyúpuð verður á Sjómannadag-
inn.
því að setja á minningaröldumar nöfn
manna sem fórust fyrir fyrsta Sjó-
mannadaginn, en hann var sem menn
vita hátíðlegur haldinn árið 1938. En
þá ber að hafa í huga að minnisvarð-
inn ber nafnið „minningaröldur Sjó-
mannadagsins,“ og er því miðað við
þann tíma - 1938. Erum við nú að
ræða hvort með einhverjum hætti
megi greiða úr fyrir þessu fólki, en
slfkt verður ekki framkvæmt fyrir
ekkert - til dæmis kostaði það rúmar
sex milljónir að reisa minningaröld-
urnar. Eru okkur ekki að sinni tiltækir
neinir sjóðir eða fjármunir til þess að
hafast mikið að í bráð hvað þetta
varðar. Bíðum við þess nú að ná átt-
um á ný fjárhagslega og munum
skoða málið þá, því þá aðstandur sem
þarna um ræðir skiljum við nú afar
vel.
Sl. aðfangadag var ég staddur við
minningaröldumar í Fossvogskirkju-
garði og varð ég þá vitni að því að
margir komu að leggja þar blómsveig
eða blómvönd, auk þess sem margir
komu til þess að skoða þetta mann-
virki sérstaklega. Er enda mjög fagur-
lega frá þessu gengið: í stóran blá-
grýtisstein hefur verið grafið að öld-
urnar hafi verið reistar af Sjómanna-
deginum í Reykjavík og Hafnarfirði
árið 1996 og mjög falleg steinstétt er
umhverfis varðana sem eru jafnan
upplýstir þegar myrkur er.„
Aðdragandinn að hinni
glæsilegu sundllaug og
endurhæfíngaraðstöðu
„Jafnhliða þessu hefur það vonandi
ekki farið fram hjá neinum að við höf-
um verið að byggja sundlaug og end-
urhæfingarmiðstöð hér við Hrafnistu í
Reykjavík og var hún vígð með pomp
og pragt þann 5. mars sl. Um þessa
glæsilegu aðstöðu má fara mörgum
orðum, en Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri tók fyrstu skóflustung-
una að henni þann 5. maí 1994. Þessi
sundlaug og endurhæfingarmiðstöð á
sér langan aðdraganda. Eg hafði verið
búinn að velta mikið vöngum yfir
þessu meðan ég var varaborgarfulltrúi
frá 1982-1994 og þá í byggingarnefnd
aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar.
Eg velti fyrir mér hvernig haldið
skyldi á þessum málum og fékk ég
þáverandi borgarstjórnarmeirihluta í
lið með mér til þess að vinna að þessu
máli, auk nefndarmanna byggingar-
nefndar aldraðra.
Gerður var í upphafi ákveðinn upp-
dráttur með aðstoð Halldórs Guð-
mundssonar arkitekts og var síðan
stöðugt rætt áfram á stjórnarfundum
hvemig best færi á að byggingin liti út
og gagnaðist öldruðum best, og fylg-
di ég málinu eftir meðan ég var í
byggingarnefnd aldraðra á vegum
Reykjavíkurborgar. Byrjaði ég á að
kynna þetta mál þar og fékk ágætt
fólk úr öllum flokkum sem í nefnd-
inni sat í lið með okkur. Má nefna að
formaður nefndarinnar, Páll Gíslason
læknir, lét sér mjög umhugað um
þetta málefni. Þar varð mikil umræða
um málið og komu fram ýmsar hug-
myndir að breytingum. Urðu lyktir
þær að þáverandi borgarstjóri, Árni
Sigfússon og ég, skrifuðum undir
samning um byggingu þessarar sund-
laugar. Var samningurinn þess efnis
að Reykjavíkurborg legði til 90 millj-
ónir til byggingarinnar, framreiknað
til dagsins í dag.“
Ákvörðun um stækkun
„I fyrstu vorum við með kostnaðar-
áætlun upp á 141.8 milljón, en tókum
eftir það ákvörðun um að stækka end-
urhæfingarmiðstöðina, án þess að til
kæmi aukið framlag borgarinnar.
Stækkuðum við hana um 600 fer-
metra og 2000 rúmmetra. Eftir þessa
viðbót nam kostnaðaráætlunin 206
milljónum. En mér er ánægja að geta
greint frá því að við erum nú nokkuð
fyrir neðan kostnaðaráætlunina. En til
þess að afla aukins fjár leitaði ég til
velferðarsjóðs Alþjóða flutninga-
verkamannasambandsins. Fór ég er-
lendis og hitti þá að máli og kynnti
hvað við hefðum á prjónunum, bæði
teikningar og kostnaðaráætlun. Liðu
ekki margir mánuðir þar til þeir sendu
bréf þar sem þeir færðu okkur þau
góðu tíðindi að þeir hefðu ákveðið að
styðja við bakið á okkur með 28 millj-
óna fjárframlagi. Þetta var myndar-
lega gert og kunnum við þeim vissu-
lega miklar þakkir.
Frá byggingunni er ítarlegar greint
annars staðar hér og er ég ekki í vafa
um að hún með sinni endurhæfingu,
sjúkraþjálfun og sundaðstöðu á eftir