Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 9
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
9
Kynning á aðstöðunni
í Grímsnesinu aukin
„Að vanda í þessu árlega spjalli
okkar í Sjómannadagsblaðinu um
málefni Sjómannadagsins víkjum við
að þeirri uppbyggingu sem stöðugt á
sér stað í Grímsnesinu. Þar er jú enn
ein sundlaugin, svo segja má að Sjó-
mannasamtökin séu orðin nokkuð
stór rekstraraðili í sundlaugum. Þá eru
þar þrír heitir pottar (einn er ætlaður
börnum) og stórt gufubað. A svæðinu
erum við nú búnir að úthluta um 200
lóðum undir sumarbústaði og höfum
lagt talsverða vinnu í að kynna þessa
aðstöðu, svo sem félögum sjó-
mannskvenna, því við teljum að það
skorti á kynningu meðal sjómannafé-
laganna á því sem þarna er að gerast
og í boði er, þótt þegar séu risin á
svæðinu 22 sumarhús á vegum stétt-
arfélaga sjómanna. 153 bústaðir þarna
eru í einkaeign - og enn er nóg pláss.
Þarna er þjónustumiðstöð, byggð
1980, þar sem er íbúð eftirlitsmanns
og er þar leiktækjasalur, setustofa og
fleira sem upp má telja. Við þjónustu-
miðstöðina eru heitir pottar, sauna og
verslun. í setustofunni er að sjálf-
sögðu sjónvarp, myndband og hljóm-
flutningstæki. Þá er þarna minigolf og
9-holu golfvöllur og gamla bæinn
okkar, þ.e.a.s. þar sem við rákum
barnaheimilið forðum, leigjum við út
sem reiðskóla. Þar er einnig hesta-
leiga og dæmi eru um að fólk hefur
komið til vikudvalar í orlofshúsum
stéttarfélaganna, haft með sér hesta
og leigt aðstöðu fyrir þá hjá því fólki
sem rekur reiðskólann.“
AM
MINNINGAROLDUR SJOMANNADAGSINS
REGLUGERÐ UM MINNISVARÐA DRUKKNAÐRA/TÝNDRA
SJÓMANNA OG ANNARRA SÆFARENDA
1.
Minnisvarðann reisir Sjómanna-
dagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði
Minnisvarðinn heitir “Minning-
aröldur Sjómannadagsins” og
stendur vestan Fossvogskirkju við
hlið minnisvarðans um óþekkta sjó-
manninn.
2.
Minnisvarðinn, sem myndar öld-
ur, er gerður úr grásteini. A honum
eru sléttir fletir. Á fletina verður
komið fyrir nöfnum sjómanna og
sæfarenda sem drukknað hafa og
ekki fundist né komist í vígða mold.
Nöfn skulu öll hafa sömu stafagerð
og stærð. Á þær skal tilgreina nafn,
stöðu á skipi, fæðingardag og ár og
dánardag og ár. Þar skal tilgreina
nafn skips sem farist hefur eða við-
komandi farist af. Annað er ekki
leyfilegt að setja á Minningaröldur
Sjómannadagsins.
3.
Stjórn Sjómannadagsins í
Reykjavík og Hafnarfirði veitir
heimild til að setja upp nöfn á minn-
isvarðann og skulu nöfn vera í sam-
ræmi við reglur sem settar hafa ver-
ið um stafastærð og gerð. Heimila
skal einstök nöfn sjómanna og sæfar-
enda, ennfremur áhafna og sæfarenda
sem óskað er eftir að fylgi nafni skips
sem farist hefur. Heimild skal veitt
nánustu afkomendum eða öðrum í
umboði þeirra. Umsækjandi heimild-
ar greiði fyrir stafi og festingu þeirra
á minnisvarðann og annan beinan
kostnað sem af leiðir. Stjóm Sjó-
mannadagsins skal sjá um að ætíð séu
tiltækir stafir af þeirri gerð og stærð
sem ákveðin hefur verið í samráði
við arkitekt minnisvarðans, svo og
að tiltækur sé verktaki til að annast
verkið.
Upphaf þessarar minningarsögu
skal vera fyrsti Sjómannadagurinn
6. júní 1938.
Þannig staðfest á stjórnarfundi
Sjómannadagsráðs 18. júní 1996.
Form umsóknar (sýnishorn)
S. Helgason hf. Steinsmiðja
Skemmuvegi 48, 200 Kópavogi. Sími 557-6677, Fax 557- 8410
Skráning drukknaðra, týndra sjómanna og annarra sæfarenda á minnisvarðann Minningaröldur Sjómannadagsins Upplýsingar um hinn látna: „Athugið að áríðandi er að skrifa með prentstöfum"
Nafn: Fæðingard. og ár Dánardægur ef vitaö er
SEAltefttiaðasty:
Hver óskar eftir skráningu/Fullt nafn: '
Kennitala Heimilisfang Póstnúmer Sími