Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 14
14
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Happdrætti DAS á nýju happdrættisári
Stórfjölgun vinninga og 40
milljóna Ugullvinningur”
Sigurður Agúst Sigurðsson: “Vonum
að þessari miklu nýbreytni okkar
verði vel tekið. ”
Happdrætti DAS hefur frá öndverðu
verið ein megin fjáröflunarleið Sjó-
mannasamtakanna til framkvæmda og
hefur rekstur þess gengið vel og
stöðugt er verið að þróa fyrirkomulag
vinningakerfisins. Fyrsti útdrátturinn
fór fram 3. júní 1954, svo nú er 43
happdrættisárinu nýlega lokið. En
stóru fréttirnar eru þær að 9. maí, eða
á nýbyrjuðu happdrættisári, er vinn-
ingum stórfjölgað og hámarksvinning-
ur verður einn sá alhæsti hérlendis.
Við komum að máli við forstjóra
happdrættisins, Sigurð Ágúst Sigurðs-
son og báðum hann að skýra okkur frá
fyrirkomulagi happdrættisins eins og
það var á síðasta ári og lýsa fyrir okk-
ur nýja fyrirkomulaginu. Á síðustu
árum hefur happdrættið smátt og smátt
verið að brjótast út úr formi hins hefð-
bundna flokkahappdrættis þegar dregið
var mánaðarlega og fært sig í nútíma-
legra horf, ef svo má að orði komast.
✓
Sigurður Agúst hefur verið forstjóri
happdrættis DAS frá 1990 en var áður
í þrjú ár aðalbókari á Hrafnistu.
„Síðustu árin höfum við stöðugt verið að gera
nokkrar breytingar á fyrirkomulagi happdrættisins,“
segir Sigurður Agúst, „og í maí á fyrra ári gerðum
við þá breytingu á að við fórum að draga fjórum
sinnum í mánuði eða alls 48 sinnum á ári. Dregið
hefur verið að jafnaði um 10.7 milljónir í hvert skip-
ti. Einnig gerðum við aðra breytingu og hún var í því
fólgin að nú var hægt að kaupa tvo miða í hverju
númeri, sem vitaskuld þýðir það að vinningsupp-