Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 23
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
23
Söngfélag aldraðra lífgaði upp á stemmninguna við athöfnina. (Ljósm. Sjómdbl. Björn Pálsson)
Borgarstjórinn í Reykjavík, frú Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, lofaði fram-
sýni og stórhug Sjómannadagsráðs.
(Ljósm. Sjómdbl. Björn Pálsson).
einnig tveir heitir pottar og aðgangur
niður í eimbað. Öll aðstaða við laug
og potta er þannig að hreyfiskertir
geti nýtt sér laugina. Sérstök aðstaða
er þar fyrir sjúkraþjálfa og einnig lyft-
ari til þess að lyfta fólki í laugina.
Laugarsalnum tengist síðan aðstaða
starfsfólks, vakt, snyrting og móttaka.
Sundlaugarsalurinn tengist garði sem
auðvelt er að komast út í þegar til þess
viðrar.
Endurhæfingardeildin skiptist í
þrennt - aðstaða fyrir sjúkranudd þar
sem gert er ráð fyrir 5 meðferðar-
bekkjum, sérstöku herbergi fyrir ein-
staklingsmeðferð, sérstöku herbergi
fyrir stuttbylgjutæki og aðstöðu fyrir
starfsfólk. Einnig er sérstakur salur
fyrir tæki og annar svokallaður
hreyfisalur. Þessir tveir salir eru vel
búnir tækjum, bæði fyrir aldraða og
starfsfólk heimilisins sem kemur til
með að nýta þessa aðstöðu einnig.
Kostnaður hljóðaði upp á 206
milljónir en áætlaður raunkostnaður
verður um 196 milljónir króna.
Stærð hússins er sem hér segir:
1492 fermetrar að flatarmáli og 5297
rúmmetrar.“
Þökkuð fjárhagsaðstoð
„Sem fyrr segir lagði Reykjavíkur-
borg um 90 milljónir framreiknaðar
fram til þessa verks, en aðrir aðilar
„Það er reisn yfir öllu sem Hrafnistu-
menn gera, “ sagði heilbrigðisráð-
herra, frú Ingibjörg Pálmadóttir.
(Ljósm. Sjómdbl. Björn Pálsson)