Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 35
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
35
Þetta eru Saurakot, fjárhús og Saurar þar sem Kristján fœddist. Húsin
eyðilögðust í snjóflóðinu 1994.
feiknamikla rostungshausa með fer-
legum tönnum og stóðu þessir kynja-
gripir á torfveggnum við gamla Súða-
víkurbæinn.
Þá er mér minnisstæður gamall
maður, Sigurður Bjarnason, sem bjó
inni á Langeyri og var snillingsjárn-
smiður. Hann var af Ströndum og
hafði lært hjá Þorsteini í Kjörvogi.
Handbragðið hans var ekkert fúsk.
Einu sinni hafði bilað armur frá olíu-
dælunni í henni Möggu, en þessi arm-
ur var eiginlega það eina sem bilaði í
Alfa-vélunum. Við fengum gert við
þetta úti á Isafirði, en armurinn brotn-
aði aftur á leiðinni inn í Súðavík. Þá
Leikir og skólaganga
Þú spyrð um bernskuleiki okkar
krakkanna. Aðallega var það nú
„slagbolti“ sem kallaður var og fólst í
því að litlum bolta eða teningi sleng-
du krakkarnir á milli sín með priki.
Þarna voru tvö mörk og þetta var
mjög spennandi. Þegar boltinn hafði
verið sleginn reyndu andstæðingarnir
að grípa hann, en sá sem boltann
hafði slegið átti að hlaupa í það mark
sem næst var. Næðu hinir boltanum,
þá áttu þeir að reyna að hitta þann
sem slegið hafði þegar hann hljóp í
markið. Þá var leikið sér í „sto“ sem
flestir krakkar hafa iðkað fram til
þessa og oftast var farið í „sto“ við
gamla skólann.
Af skólagöngunni er það að segja
að auðvitað var kennt í gamla skóla-
Magga litla við fjöruna í Álftafirði.
Hún var fyrsti hvalveiðibáturinn í
eigu Islendinga með nútíma útbúnaði.
Þorlákur faðir Kristjáns skaut fyrstu
hrefimna 1914.
húsinu sem byggt hafði verið fyrir
aldamót. Kennari okkar var Friðrik
Guðjónsson, mikill indælismaður,
kvæntur stúlku úr Súðavík, Daðínu
Hjaltadóttur. Fyrst í stað var hann eini
kennarinn en síðar voru meðal kenn-
ara nrinna Ólafur heitinn Jónsson
mágur minn og Björn Jóhannsson,
Dýrfirðingur að ætt. Bjöm minnir mig
að hafi kennt frá 1922 til 1928 þegar
hann flutti til Hafnarfjarðar að ég
held. Skólinn hófst í október og var
kennt fram í apríllok. Kennt var dag-
lega og vanalega frá klukkan átta til
klukkan fjögur eða fimm, en börnin
byrjuðu tíu ára að sækja skólann.
Kennslugreinarnar voru reikningur,
lestur, skrift, landafræði og náttúru-
fræði og dálítil eðlisfræði. Af mennt-
un minni er það annars að segja að ég
fór á vélstjóranámskeið á ísafirði árið
1931. Þá fór ég í Héraðsskólann á
Reykjum í Hrútafirði 1935 og var þar
einn vetur. Þaðan lauk ég fullnaðar-
prófi.
Merkiskarlar
Oft ræddum við krakkarnir við
gamla fólkið sem sumt hafði gaman
af að segja okkur sögur frá liðinni tíð.
Þeirra á meðal var Jón Valgeir Her-
mannsson sem búið hafði í Skjaldar-
bjarnarvík á Ströndum en flust á ní-
unda áratug fyrri aldar til Súðavíkur.
A Ströndum lá hann oft fyrir tófu úti
á hafísnum sem rak að landi og oft
heyrði hann bjamdýr öskra úti á ísn-
um og felldi sjálfur bjarndýr eitt sinn.
Þetta hafði verið kjarnakarl. Hann
hafði með sér frá Ströndum tvo
Skotið á stórhveli. Kristján hleypir af
hvalabyssunni með miklum hvelli.
var farið með þetta til Sigurðar sem
hristi höfuðið. „Nei, svona dugar
ekki,“ sagði hann og spýtti þá mikið,
en hann var einhver mesti munntó-
baksmaður sem ég hef þekkt. Hann
gerði við stykkið með því að setja
hólk utan um arminn og það þurfti
ekki að hafa áhyggjur af honum upp
frá því. Sigurður var afskaplega
skemmtilegur maður og kunni mikið
af sögum og pabbi fór oft að hitta
hann, því þeir voru miklir vinir.“
Grímuböll og tombólur
„Helstu skemmtanir fólks í Alfta-
firði í æsku minni voru þau að ein-
staka sinnum voru haldin böll. Til
dæmis var á hverju ári haldið grímu-
ball, oftast í febrúar. Þau voru haldin í
gamla stúkuhúsinu við Traðargilið, en
þetta hús er nú búið að rífa. Á þessum
tíma voru margir bæir við Álftafjörð