Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 43

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 43
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43 „Sex tíma fastir í hafísnum í ofsaveðriu Rætt við Stefán Jóhann Þorbjörnsson, hafnflrskan sægarp, sem stundaði sjóinn í 46 ár Fá munu þau byggðarlög sem lagt hafa íslenskri sjómannastétt fleiri dugandi sjómenn til en Hafnarfjörður og er þá á engan hallað. Hafn- fírsk æska hefur frá öndverðu verið alin upp svo að segja í flæðar- málinu og því ekki að undra að sjómennskan hefur laðað að sér margt gott mannsefni. Sjómannadagsblaðið leitar því talsvert í Fjörðinn að þessu sinni og meðal eldri sjómanna sem dregið hafa nökkvann í naust er Stefán Jóhann Þorbjörnsson skipstjóri. Við báðum hann að segja okkur frá ferli sínum og sem vænta mátt kemur á daginn að hann hefur margt reynt og víða rennt vörpu, netum eða línu í sjó. Að venju byrjum við viðtalið á því að spyrja hann um ættir hans og uppruna. Stefán Jóhann Þorbjörnsson: „ Vœri ég ungur maður í dag, leggði ég sjóinn fyr- ir mig að nýju. “ (Ljósm. Sjómdbl. AM) „Ég er fæddur þann 30. ágúst 1914 á Grund í Stöðvarfirði,“ segir Stefán Jóhann. „Faðir minn hét Þorbjörn Stefánsson, sonur Stefáns á Grund, og var útvegsbóndi þar eystra, en móðir mín hét Jórunn Jónsdóttir, ætt- uð frá Stórabóli í Suðursveit. Við vor- um sex systkinin, fimm bræður og ein systir og er ég elstur okkar bræðr- anna. Tveir, Pétur og Steinþór, létust ungir úr umgangspestum, einn, Pálmi, drukknaði 17 ára í Þorlák.shöfn. Pétur, yngsti bróðir minn, gerðist hins vegar verslunarmaður í Hafnarfirði. A Stöðvarfirði voru á æskuárum mínum tólf bæir, svo ekki var um vanalegt þorp að ræða enn, og þar bjuggu um 150 manns. Við stunduð- um sjó að heiman á sumrum, en aldrei á vetrum. Veiðskapurinn hófst þegar þorskurinn fór að elta loðnuna suður með landinu, oft í febrúar eða mars. Við rerum oft á skektu og eignuðumst svo færeyskan bát, þriggja manna far, sem reyndist afburða vel. Þessi bátur var með þeim hætti að einn sat aftast, annar á þóttu í miðrúminu og loks einn fremst. Þá var róið á trillum sem menn ýmist áttu einir eða þá í félagi við aðra. Ég byrjaði fjórtán ára að róa með pabba mínum og reri með honum sex sumur. 18 ára gamall reri ég þó eina vertíð í Grindavík með ívari Magnús- syni í Görðum. Báturinn var gott og nýtt skip, en hét því merkilega nafni „Þurfalingur.“ Þetta var 8-10 tonna skip, opinn en með vél. Ég var enn aðeins 19 ára þegar ég var sendur suður á ný og nú fór ég að róa á Gunnari Hámundarsyni með Halldóri Þorsteinssyni í Vörum í Garði. Gunnars Hámundarsonarnafn- ið er enn við lýði og er það nú sonur Halldórs sem gerir bátinn út. Heldur var kalsamt þarna um borð. Við urð- um að fara í sjóstakknum niður í lúk- arinn og upp í kojuna, því þilfarið míglak í brælu. Gunnar Hámundarson held ég að hafi verið 12-14 tonn en var seinna stækkaður og var talsvert skip á eftir, líklega 17-18 tonn. Þá var ég eina vertíð á Ágústu frá Vestmannaeyjum sem Eggert frá Nautabúi átti. En þá var ég orðinn tví- tugur og tekinn að harðna og þjálfast og mátti kallast fullgildur sjómaður.“ Hrakningar á Halanum Næstu árin var ég á vertíð á ýmsum bátum og var um skeið kyndari á Venusi. Sumir hafa spurt mig um hvernig starf það hafi verið að vera kyndari. Því er þá til að svara að það var ekki svo slæmt. Því réð ekki síst að við vorum með svonefnd „vöskuð kol,“ þ.e.a.s. kol sem búið var að þvo af fínasta rykið. Svo voru þetta góð kol. Okkar hlutverk fólst í því að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.