Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 45

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 45
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45 moka kolum inn á fírana undir eldana svo hægt væri að halda uppi dampi og það var mergurinn málsins. Frásagnarverðu ferðalagi man ég þó eftir sem farið var haustið 1937. Þá réði ég mig sem kyndara einn túr á þýskan togara frá Cuxhaven fyrir milligöngu Júlíusar Guðmundssonar sem þá mun hafa verið þýskur konsúll hér. Þessi togari, sem ég man ekki hvað hét, var um 300 tonn og afburða sjóskip. Því minnist ég þessa hér því á þessum togara lenti ég í versta veðri sem ég man eftir. Það gerði á okkur hreinasta ofsaveður af norðaustri þeg- ar við vorum staddir á Halanum. Við vorum með fullt dekk og búnir að láta 1000 körfur í lestina. Við vorum að taka inn trollið þegar veðrið skall á og vorum skyndilega umluktir hafís sem hrakti hratt undan veðrinu. Er þar skemmst frá að segja að við vorum lokaðir inni í ísnum í sex klukkutíma áður en okkur tókst að brjótast út úr honum og áttum í miklum erfiðleik- um með að ná inn trollinu. Þá var skipið orðið hriplekt af átökunum við að komast út úr íshrönglinu.“ Togarinn Ólafur fórst „Þegar veðrinu loksins slotaði vor- um við komnir 200 mílur út af Látra- bjargi og höfðum allan tímann mátt passa okkur á helv... jökunum sem voru úti um allt. Loks þá gátum við farið að sigla í átt til Patreksfjarðar. Sem skilja gefur fór togarinn beint út til Þýskalands eftir þessi ósköp. Hann kom þó við í Reykjavfk og þar fór ég af honum. Það sagði mér maður sem verið hafði á Hannesi Hafstein í Halaveðr- inu 1925 að sjórinn hefði verið jafn- vel enn verri þarna en þá — en það sem bjargaði okkur var að það var ekkert frost. Ég hef aldrei séð jafn rosalegan sjó, en ekki treysti ég mér til að segja hve háar öldumar vom. Meðan veðrið var verst fórst Alliance- togarinn Ólafur, sem var aðeins skammt frá okkur. Man ég að það at- vikaðist svo að loftskeytamaðurinn okkar kom niður og sagði að íslensk- ur togari væri sokkinn skammt frá okkur. Þegar ég tveimur sólarhringum seinna gat hringt í konuna og sagt henni frá að íslenskur togari hefði Á norska síldveiðiskipinu Silva 1941. Tundurdufl voru á reki og hér er Stefán Jóhann í fulum herklœðum með riffil albúinn að granda þeim. farist skammt frá okkur var farið að spyrja eftir Ólafi — en ekki fyr.“ Tankarnir björguðu okkur „Öðru illviðri man ég eftir. Ég var þá í flutningum á skipi sem Sigríður hét og við vomm í flutningum fyrir setuliðið með vörur til Hornafjarðar frá Reykjavík. Ég var stýrimaður, en skipstjórinn var Sigurður Jökull. Eitt sinn vomm við að flytja stóra, tóma tanka austur sem líklega hafa vegið ein tvö hundruð tonn. Þeir lágu sinn með hvorri síðu skipsins frá hvalbak og aftur að brú og súrraðir niður með vírum. í göngunum man ég að voru túrbínur í hverfla. Við hrepptum leið- indaveður og er ekki að orðlengja það að við fengum á okkur svo stórt brot á Elisabetarbankanum, sem er 200 míl- ur suðsuðvestur frá Vestmannaeyjum, að skipið fór algjörlega á kaf. A Sig- ríði voru háir loftventlar, en það flóði niður um þá alla saman. Skipstjóra- íbúðin aftur af brúnni fylltist algjör- lega. Ég er ekki í neinum vafa um það að hefðum við ekki verið með þessa stóm, tómu tanka, hefði skipið farið niður, því við vorum með mikið af fullum bensíntunnum á þilfari og olíutunnur fullar í lest, svo ég hefði ekki boðið í það án tankanna. En að öðm leyti var skipið ólaskað.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.