Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 46

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 46
46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Stefán átti og gerði út vélbátinn Vonina VE-113 um tíma, ásamt Guðmundi Vig- fússyni. „Vilhjálmi hefur aldrei mislukkast túr“ „Það mun hafa verið 1936 að ég réði ég mig á togara sem Andri hét, en hann strandaði við England, svo ekki varð neitt úr því að sinni, en svo var gert við hann og Andri kom upp árið á eftir og þá réði ég mig á hann. Skip- stjórinn var Kristján Kristjánsson og okkur gekk mjög vel þessa vertíð — ég hafði 1800 krónur í hlut sem var mikið kaup. Einkum veiddum við ufsa. En svo komst ég um borð í hann Venus hjá Vilhjálmi Árnasyni, þeim afburða fiskimanni, auk þess sem hann var afbragðssjómaður. Sagt er að eitt sinn hafi Þórarinn Olgeirsson verið spurður að því hvor væri meiri fiskimaður Bjarni Ingimarsson eða Vilhjálmur Árnason. Þá á Þórarinn að hafa svarað: „Ja, Vilhjálmi hefur aldrei mislukkast túr, meira veit ég ekki.“ Á Venusi var ég árin 1939 og 1940 og fyrir árið 1940 hafði ég sex þúsund krónur sem var vitanlega af- bragðskaup.“ Stríðshörmungar „Já, auðvitað var siglt með aflann. I fyrstu sigldu menn á austurströnd- ina, en eftir að loftárásirnar urðu svona miklar var farið að sigla á vest- urströndina til Fleetwood. Þá fluttu Bretarnir allar löndunargræjurnar þangað. Þórarinn Olgeirsson var alltaf fenginn til þess að sjá um löndunina. Vfst urðum við varir við stríðsátökin og ég man eftir einu atviki á Venusi 1939 eða snemma árs 1940. Þannig var það snemma morguns við Shields hjá Newcastle, þar sem við höfðum legið um nóttina og ætluðum, að fara að halda áfram til Grimsby, en þang- að voru tólf tímar, að 2000 tonna flutningaskip, sem lá skammt frá okk- ur, varð fyrir tundurskeyti frá kafbáti. Togarinn hjá okkur nötraði stafna í rnilli. Allt varð snarvitlaust og þeir vörpuðu djúpsprengjum sitt á hvað. En það sorglega var að fimm menn sem ætluðu að reyna að sigla flutn- ingaskipinu í land fórust allir með tölu. Tundurskeytið hafði hæft skipið að framan og allt farið undan því. En í stríðinu sigldi ekki öll áhöfnin og maður skrapp í Bretavinnuna svo sem tíu daga á milli túra. Menn skip- tu því gjarna niður á milli sín að sigla eða vera í landi. Þeir sem í landi voru, voru þá sumir afmunstraðir á meðan og munstraðir svo aftur í næsta túr. En við urðum líka varir við stríðið þótt með öðrum hætti væri. 1941 fór ég á síld fyrir Norðurlandi með norsk- um báti með Ingvari Pálmasyni sem Silva hét og Eggert frá Nautabúi gerði út. Sáum við þá ótal tundurdufl sem slitnað höfðu upp og voru aðeins á floti á sjónum. Það var heldur óhugn- anlegt. En hvað veiðar okkar á Silvu snertir, þá er þess að geta að við vor- um með mestan afla það sumarið — fengum alls rúm 14 þúsund mál og tunnur. Það gerði 3000 króna hlut. Um Silvu þessa er það annars að segja að hún var einn þeirra norsku báta sem sluppu frá Noregi áður en Þjóð- verjum hafði tekist að hernema land- ið.“ Um borð í Röðli með Vilhjálmi „Eftir þetta var ég á bátunum nokk- ur ár, en fór svo á Stýrimannaskólann 1949. Prófi lauk ég 1950. Ég gerðist þá stýrimaður hjá Ingólfi Þórðarsyni á Tryggva gamla á síld 1951, en við fiskuðum bókstaflega ekki neitt. Hjónin Laufey Sigríður og Stefán í Colosseum í Romaborg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.