Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 53
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 53 hausaður til að koma sem mestu í skipið. Um þetta leyti voru skipin að selja fyrir þetta 1200-1300 pund og Þórarinn Olgeirsson ráðlagði okkur að bíða og sjá til hvort verðið hækk- aði ekki. Og þegar við loks seldum eftir átta daga seldum við fyrir 11.300 pund sem vitanlega var alveg frábær sala. Svona gekk þetta langa hríð, mikið fiskirí og ágætar sölur.“ Skipstjóri á Svalbak og Surprise „Ég var á Kaldbak í tvö ár, en þá var ráðist í að kaupa Svalbak sem Ut- gerðarfélag Akureyringa hafði fest kaup á. Varð það úr að ég var ráðinn skipstjóri á skipið, en það var tilbúið um vorið 1949. Þetta var fyrsta skip- stjórastaðan mín, og var ég með skip- ið til ársins 1955. Mér gekk ágætlega að veiða en þó fór ég frá félaginu þetta ár og réði því ósamkomulag og annað. Tók ég þá strax við Surprise í Hafnarfirði og var með hann næstu fjögur árin. Þetta var afbragðsgóður tími og mesta vitleysa sem ég hef gert í lífinu var að hætta á því skipi. Að þeirri útgerð stóðu slíkir öðlings- menn, Einar Þorgeirsson og Olafur Einarsson sem var útgerðarstjóri. En verið var að freista mín með nýju skipi, Narfa, sem Guðmundur Jörundsson lét byggja í Þýskalandi 1959-60. Veiðarnar gengu að vísu skaplega en orðið var erfitt að manna skipin um þetta leyti. A Surprise var úrvalsmannskapur og kjarninn varð eftir á honum, og að manna svo stórt og mikið skip sem Narfa var ekki neinn hægðarleikur. Þá kom á daginn að Narfi var ekkert fiskiskip, því hann var ákaflega gallaður. Á vélinni sem var snarvent, var föst skrúfa, sem þýddi að aldrei var hægt að toga á eðlilegum toghraða —því ýmist varð að toga á of miklum eða of litlum hraða. Ég gafst því upp eftir hálft ann- að ár og eftir það tók að losna um mig á togurunum.“ Togaraútgerð á óheppilegum tíma „Vorið 1962 fór ég vestur á Sauðár- krók þar sem ég tók við Skagfirðingi sem var einn a-þýsku tappatogaranna og um 250 lestir. Ég var með hann í eina þrjá mánuði, en þá var útgerð skipsins hætt, þótt við fiskuðum ljóm- andi vel. Við lönduðum vikulega á annað hundrað tonnum, sem þætti gott á skuttogurunum núna. Alls fisk- uðum við um 1200 tonn þessa þrjá mánuði. Um haustið var ég eitthvað lítils- háttar á sjó, en fór svo að vinna í landi, m.a. hjá Fylkisútgerðinni. Enn tók ég við Skagfirðingi sumarið 1963, en þá gátu útgerðarmennimir ekki haldið skipinu úti svo við tókum skip- ið á leigu, stýrimaðurnn, vélstjórinn og ég. Við gerðum skipið út í þrjá mánuði og vorum þar af 80 daga á veiðum. Við fiskuðum mjög vel og fengum rúmlega þúsund tonn. En þegar farið var að spá í spilin um haustið 1963 og rhuga næstu skref, varð það úr að við Sæmundur bróðir minn, sem þá var forstjóri Fylkisút- gerðarinnar, stofnuðum hlutafélag sem við nefndum Blakk hf. og keypt- um togarann Bjarna Olafsson. Hann var þá nýkominn úr klössun í Englandi, en hafði verið lagt inn í Sund við Reykjavík og ekki gerður út. Ætlunin var að ég yrði með skipið sem ég og var, en þetta reyndist gjör- samlega vonlaust: síldarævintýrið stóð sem hæst fyrir austan og allir al- mennilegir sjómenn farnir á síldina. Því var ógjömingur að manna skipið. Við héldum skipinu þó úti í ár eða svo, en þá gafst ég hreinlega upp. Mágur minn Þórður Sigurðsson í Hafnarfirði var þá með vélskipið Fák sem Einar Þorgeirsson hf. átti og gerðist ég stýrimaður hjá honum. Þar var ég eitthvað fram á haustið en réði mig árið á eftir, 1966, til Gísla frænda míns á Jón Finnsson. Við fórum á ver- tíð og reyndist þetta gott fiskiár. En 1967 datt botninn úr síldveiðunum eystra og 1968 veiddist hreint ekki neitt. Þá gerðist ég skipstjóri á enn einum „tappatogaranum,“ Pétri Thor- steinssyni frá Bfldudal. Þeir höfðu eins og aðrir gefist upp á sfldveiðun- um og hugðu nú á togveiðar og með Pétur Thorsteinsson var ég eitthvað á annað ár. Þetta gekk vel með köflum, en svo varð útgerðin „fallít“ og hætti. Ég tók þá við ýmum smábátum frá Reykjavík í svona millibilsástandi, en Hjónin Þorsteinn og Oddrún. „Kon- una mína dreymdi mig alltaf fyrir fiskiríi. “ (Ljósm. Sjómdbl. AM) var svo um tíma hjá þeim Jónsbræðr- um, eigendum Haukanessins í Hafn- arfirði. Þeir keyptu Margréti, einn „tappatogaranna" frá Siglufirði og var ég með hana um tíma. Þá keyptu þeir líka Egil Skallagrímsson og einnig hann var ég með um skeið.“ Skipstjóri er alltaf að læra „Mörgum illviðrum hef ég lent í um dagana en eitt það eftirminnileg- asta var þegar ég var með hann Sval- bak. Mér er engin launung á að það var að kenna reynsluleysi mínu — skipstjórans. Ég var að byrja túr, fór út frá Akureyri og hélt norður á Strandagrunn, 40 mflur norðaustur af Horni. Sýnilegt var að hann var að ganga í norðaustan rok, því barómet- ið féll án afláts. Við vorum að harka þarna á Strandagrunni og fiskirí var sáralítið. Stýrimaðurinn hafði verið á vakt um nóttina og vekur mig um morguninn að segja mér hvernig gengið hafi. Ég segi honum að kasta aftur, en þá var alveg blankalogn. En ekki er hann fyrr búinn að kasta en ég heyri að það er eins og barið sé í vegginn á brúnni og að allt skipið hristist. Þá reynist hann vera skollinn svona á með norðaustan stórviðri. Sjólaust var til að byrja með og við hífðum upp í hvelli, en stormurinn var slíkur að mennirnir skriðu við að binda upp trollið. Þar með tókum við að lensa á fullri ferð, sem var hreinn barnaskapur, og þegar við erum komnir rétt vestur fyrir Straumnesið þá fáum við á okkur brot aftan yfir skipið. Við það kastaðist skipið á hlið-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.