Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 55
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
55
SJOSLYS OG DRUKKNANIR
17-18 júní 1996 - 9. mars 1997
17-18 júní 1996
Mánudagskvöldið 17. júní eða að
morgni þess 18. júní féll Erlingur
Guðmundson útbyrðis af Gylli BA-
214, 5 tn. trillu frá Tálknafirði, þegar
báturinn var staddur vest- norðvestur
af Tálkna. Erlingur var einn á bátnum
og tilkynnti sig síðast til Tilkynninga-
skyldunnar á tíunda tímanum á mánu-
dagskvöld. Þegar hann tilkynnti sig
ekki morguninn eftir hófst skjótlega
leit og leituðu björgunarsveitir frá
Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flat-
eyri og í Mýrdalshreppi, bæði á sjó og
á fjörum. Fannst báturinn mannlaus í
mynni Dýrafjarðar kl. 23.00 á þriðju-
dagskvöld, og var hann dreginn til
hafnar á Þingeyri. 70 björgunarmenn
gengu fjörur næstu daga, en Erlingur
heitinn hefur ekki fundist.
Erlingur var fæddur þann 26.4.
1940 og var til heimilis að Löngumýri
22-b í Garðabæ. Hann var orðinn ekk-
ill fyrir skömmu og lætur eftir sig tvo
uppkomna syni, Theódór og Guð-
mund.
25. júlí 1996
Tveir menn af sex manna áhöfn
fórust þann 25. júlí 1996 þegar mótor-
báturinn Æsa IS-87, sem var 145
br.lesta bátur frá Flateyri, sökk, en
Æsa var þá að skelfiskveiðum á Arn-
arfirði í besta veðri. Skyndilegur leki
virðist hafa komist að bátnum sem
lagðist á hliðina á um það bil hálfri
mínútu. Fjórir skipverjar komust upp
á lunningu bátsins og skömmu síðar
tókst einum þeirra, Jóni Gunnari
Kristinssyni, að kafa undir lunning-
una og losa gúmbjörgunarbátinn.
Skipti þess dáð Jóns Gunnars sköpum
fyrir þá sem af komust. Um tíu mínút-
um eftir að þeir voru komnir í
gúmbátinn lyfti Æsa stefninu og hvarf
í hafið. Mönnunum var bjargað um
borð í 7 lesta vélbát Vigdísi BA- 377.
Mennirnir sem fórust höfðu báðir
verið undir þiljum þegar slysið varð.
Þeir voru Hörður Sævar Bjarnason
skipstjóri, 48 ára, Hnífsdalsvegi 8 ísa-
firði og Sverrir Halldór Sigurðsson
stýrimaður, 58 ára. Sverrir Halldór
hafði verið búsettur á Ólafsvík undan-
farin ár, en var að flytja til Flateyrar.
Sverrir var tengdafaðir Harðar.
Hörður Sævar Bjarnason var fædd-
ur á ísafirði 21. febrúar 1948. Eftirlif-
andi kona hans er Kolbrún Sverris-
dóttir. Þau eiga tvo syni og eina dótt-
ur. Auk þess lætur Hörður eftir sig
átta önnur börn auk fjögurra fóstur-
barna úr fyrra hjónabandi. Börn hans
eru á aldrinum fimm mánaða til 31
árs. Hann var nýtekinn við skipstjórn
á Æsu, en hefur undanfarin ár rekið
fiskverkun á Suðureyri.
Sverrir Halldór Sigurðsson var
fæddur í Reykjavík 6. september
1936. Hann lætur eftir sig átta börn
sem hann átti með eiginkonu sinni
Sigrúnu Sigurgeirsdóttur. Þau skildu.
Sverrir stundaði sjómennsku mest
alla starfsævi sína, oft sem stýrimað-
ur.
13. október 1996
Að kvöldi þess 13. október fórst
mótorbáturinn Jonna SF-12 frá Höfn í
Hornafirði austur af Skarðsfjöruvita
þegar báturinn var á leið úr slipp á
höfuðborgarsvæðinu austur til Hafn-
ar. Leki hafði komið að bátnum og
bilun var í rafmagni og hafði skip-
stjóri óskað eftir því við nálægan bát,
Fróða, kl. 18.45 á sunnudagskvöld, að
fylgst yrði með sér. Taldi skipstjóri
ekki um alvarlega bilun að ræða, en
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist
ekki aftur í Jonnu,
. Upp úr kl 20 á sunnudagskvöld var
hafin leit og tóku þátt í henni um 60
menn frá Vík í Mýrdal allt til Hafnar í
Hornafirði. Þá var leitað af sjó og
þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Líf
tók einnig þátt í leitinni. Um kl. 22.00
fannst mikið brak úr Jonnu á Meðal-
landsfjöru austan Skarðsfjöruvita, þar
á meðal tveir útblásnir björgunarbát-
ar. Um tíu vindstig voru um kvöldið,
mikið sandfok og brim og aðstæður til
leitar erfiðar. Leitað var næstu daga
án árangurs.
Þrír menn fórust með Jonnu SF-12.
Þeir voru: Jón Gunnar Helgason skip-
stjóri 41 árs. Jón Gunnar lætur eftir
sig eiginkonu og 4 börn. Vignir
Högnason vélstjóri 32 ára. Vignir læt-
ur eftir sig sambýliskonu og 2 börn
auk tveggja fósturbarna. Guðjón
Kjartan Viggósson 18 ára. Guðjón
Kjartan var ókvæntur og barnlaus.
12. nóvember 1996
Banaslys varð á loðnumiðunum
austur af Langanesi að kvöldi þriðju-
dagsins 12. nóvember, þegar maður
fór útbyrðis með nótinni af loðnuskip-
inu Faxa. Þyrla Landhelgisgæslunnar
var kölluð á staðinn um kl. 21.00, en
aðstoð hennar afturkölluð kl. 22.15,
þar sem skipverjar höfðu þá skotið út
báti og fundið líkið.
Maðurinn sem fórst hét Bjarni
Ómar Steingrímsson, fæddur í
Reykjavík þann 23. júlí 1959. Hann
var til heimilis að Grettisgötu 84 í
Reykjavík. Bjarni Ómar var ókvæntur
og barnlaus.