Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 61
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
61
Dr. Jón Þorkelsson
^mundur bishup
a tírimara Samson 1541
(brot)
„Að hotfnum tíma eg huga sný
og heyri á bylgjum skjálfa
veðurhljóð og vigragný
um veröldina hálfa.
Með himinröndum rosaský
rjúka. En steyta kálfa
hnakkakertir hér við land —
og hafa stundum unnið grand —
Danir og dusta bjálfa.
Fremstur stóð í fylking þá
fram til varna boðinn,
einkum þegar öðrum brá
og ægði þyngsti voðinn,
sortnaði blika, brimaði lá,
blöskraði sumum hroðinn,
eða gengu flestir frá —
fyrstur reið hann vaðið á,
gamli Skálholtsgoðinn.
Eg heyri söxin hrikta við,
hrópað í lyptingunni,
upp er dregið akkerið,
eikjan lausfrá grunni,
skunda finn ég skipsfólkið,
skjálfa súð fyrir unni,
dýfur taka og farið finn,
erflytur mig í hinsta sinn
— í elli — af œttjörðinni.
Mér hefir verið um œviár
ægis þekkur leikur;
þó að ýfðist Gýmir grár,
eg gerðumst aldrei smeykur,
þótt skaflinn risi himinhár —
og hrikti kjölurinn veikur —
löðraði í brimi landagjörð,
og léki á þrœði rostungs jörð
og ryki eins og reykur.
Frá Haukadal eg sjálfur sjó
sótta á œskutíðum,
sjaldan grynnra en sœi þó
sjó í miðjum hlíðum,
þótt allan skæfi Atals mó,
á þótt gœfi tíðum,
skylfi tré, en brysti bönd,
brotnaði ár — með kalda hönd
kenda eg ei á kvíðum.
Víðar fleytta egfieyi um vöst
á fyrrum dögum mínum
gegnum Ægis iðuköst
í algleymingi sínum,
og við marga andness röst
átt hefeg í brýnum;
Skútan rann þótt rymdi stór
Reykjaness og Látra sjór
heldur hrjúfur sýnum.
Dr. Jón Þorkelsson.
Siglt hef egfyrir Suðurland fyr,
sjórinn rokið um branda
á Þorlákssúð, í bráða-byr
bungaðist voðin þanda,
fyrir austan Ægisdyr
ekki sá til landa,
hverri fokku úr heflum hleypt,
á hnýfil nœrri kuggnum steypt —
eg var í engum vanda.
Við Noreg líka í lófum mér
léku stjómartaumar,
þar er bœði harður hlér
og heldur leiðir naumar,
beitta egfyrir boða og sket;
bulluðu krappir straumar;
svo hefeg eitt sinn stefnt að Storð,
að stórum ekki sáfyrir borð,
ruku fjúk ogflaumar.
Eg hratt og skeið úr Hjaltlands möl
heims á norðuifióa,
sjálfur hélt um hjálmunvöl,
og hreppti réttu nóga,
átökfann eg knýja kjöl
kaldra Grænlands sjóa,
hrundi um mig hrönnin mörg,
hafþökin og jöklabjörg —
egfann mér ekkert óga.
Eg kvíði ekki enn þá Ægis-„deyð“ —
annað’ er meir að grandi:
Mér ógnar að komast alla leið
upp að fjarrum sandi;
vel er, efvið Vikarsskeið
viggið bryti í strandi,
og heldur vilda eg bera bein
í brimi við hann Driptarstein
en drafna í dönsku landi.
Dr. Jón Þorkelsson