Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 64

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 64
64 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „Bjarni riddari GK-1 “ Á honum var Þorlálcur með Júlíusi bróður sínum. Stýrimannaskólann og taka skip- stjórnarpróf. Að skólanáminu loknu gerðist Júlíus 2. stýrimaður á Júlí hjá Benedikt. Með Júlíusi var ég nú nokkur ár sem bátsmaður og um tíma vorum við fjórir bræðurnir á skipinu. Það var þó ekki langur tími. Lengi vorum við þó þrír saman, Júlíus, Rósmundur og ég. Lengi var og mágur okkar, Friðþjófur Kristjánsson, með á skipinu, svo satt að segja var of margt um skylda menn þarna á tímabili. Með Júlíusi var ég í þrjú ár eða til 1958, en þá tók Júlíus við Agúst og var síðan með ýmsa báta hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Með Júlíusi var ég í eitt ár eða svo á Ágúst og eftir að hann tók við bátnum Erni Arnarsyni var ég með honum nokkurn tíma þar. Þar með var alllöngum sam- vistum okkar á sjónurn lokið. Eg var eftir þetta á ýmsum bátum og þar á meðal á Fiskakletti sem 2. vélstjóri. Við vorum bæði á vertíð og á humar- veiðum og á Fiskakletti var ég í þrjú ár. Þá var ég um eins árs skeið, líklega 1961, á Gullfaxa, 180 lesta báti frá Neskaupstað, og við vorum á loðnu- veiðum og fórum seinna á síldina á „Rauða torginu.“ Þá lá leiðin á Eld- borgina og stundum við sfldveiðar og vorum á vertíð.“ Tók sveinspróf í netagerð „En nú tók að styttast í sjómanns- ferli mínum og síðast var ég á skipi sem Maí hét og Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar hafði látið smíða í Þýskalandi. Þetta var þúsund tonna síðutogskip og í flokki með Sigurði og Vfldngi, mikil sjóborg. Skipstjórinn var Halldór Halldórsson og aðallega fiskuðum við við austur-Grænland, sem var hægt á þetta stóru og góðu skipi og við feng- um marga góða túra. Oft kulaði um okkur og eitt sinn man ég að við sigldum hundrað mílur suður í heitari sjó til þess að bræða af okkur. Við seldum hvað eftir annað í Þýska- landi fyrir hæsta verð. Árið 1970 fór ég í land og fór þá að vinna á netaverkstæði Ulfars Haralds- sonar í Hafnarfirði. Þar aflaði ég mér sveinsréttinda í netagerð. Þar vann ég svo þar til verkstæðið var lagt niður og eftir það vann ég hjá Bæjarútgerð- inni við að „mata“ skipin á veiðarfær- um. Þá voru menn farnir að fá miklu meira tilbúin troll en áður var, þegar varð að vinna þetta allt um borð. Við þessi störf vann ég til 1993, þegar Bæjarútgerðin var „gefin“, eins og ég kalla það. Þá var ég orðinn sjötugur. En ég hélt áfram að vinna og nú hjá Jóni Hólmbergssyni, en hann rekur netaverkstæði hér uppi á Hrauni.“ Tapaði heilli vertíð „Ég var heppinn á sjónum og slas- aðist aðeins einu sinni. Það var þegar ég var um tíma á Fjarðarkletti og var ég búinn að fara með honum einn róð- ur. Þá kom illviðri og landlega og bát- arnir lágu allir hér úti við Suðurgarð- inn. Þá gerist það einn morguninn að við erum kallaðir niður eftir, því bát- arnir séu allir að slitna frá. Við bregð- um auðvitað skjótt við og svo vildi til í þetta skiptið að við vorum á honum allir bræðurnir þrír. Það tafði mig nokkuð að ég þurfti að koma við hjá öðrum bræðra minna til þess að taka hann með mér. En þegar við komum niður að bátnum þá hafði öðrum bróð- ur mínum og 2. vélstjóra tekist að komast um borð, en við áttum í erfið- leikum með það: Báturinn var talsvert frá bryggju og blásandi fjara, svo hátt var niður á þilfarið Þá var enn ekki til siðs að hafa stiga á bryggjunum. Slæm lýsing var á bryggjukantinum og á garðinum. Skipstjórinn sá að ein- hverjar vomur voru á okkur, en bregð- ast varð skjótt við, svo hann hvatti okkur til þess að koma. Ég lét mig því hafa það að stökkva, en skrika og kem svo illa niður á beingaddaðan rek- netakapal sem lá á dekkinu að ég hæl- brotna og geng allur úr lagi um öklann. I þessu meini átti ég í hvorki meira né minna en heilt ár — og mis- sti af allri vertíðinni fyrir bragðið. Ut- gerðin þurfti ekki að greiða mér nema vikulaun og sjúkrabæturnar hrukku varla fyrir mjólkinni. En ég hef verið svo heppin að mjög lítið hefur verið um slys á bátum þar sem ég hef verið — þótt mörgum góðum vini hafi maður séð á eftir í hafið.“ „Alltaf kunni ég best við trollið“ „Konan mín er Elísabet Pétursdótt- ir, ættuð frá Súgandafirði. Við gift- umst 1948 og eigum átta böm og em þau öll uppkomin. Elísabet hafði því nóg að starfa." Lengst af bjuggu þau með sjö börn í 45 fermetra húsnæði en Elísabet kvartar ekki: „Ég man ekki eftir neinum vandræðum,“ skýt- ur hún inn í viðtal okkar Þorláks. „Við höfum búið hér að Þúfubarði 12 síðan 1961 og höfum unað hag okkar vel,“ heldur Þorlákur áfram. „En þegar ég lít um öxl þá tel ég að ekki hefði ég haldið út allan þennan tíma nema vegna þess hve góða og trausta konu ég átti — sem er besta eign sjómanns- ins. Henni færi ég mínar hjartans þakkir fyrir allt. Ég tel að sjómennsk- an hafi verið gott starf og sjálfsagt valdi ég hana í byrjun vegna þess að hún gaf meira í aðra hönd en land- vinnan. Og með tímanum var eins og maður gæti ekki slitið sig frá þessu — og alltaf kunni ég best við trollið. Já, ég held að ég kysi sjóinn aftur, væri ég ungur maður í dag, en þá færi ég í Stýrimannaskólann. En þegar ég eins og fleiri okkar eldri sjómannanna ber- um skipin núna og aðbúnaðinn saman við það sem var hér áður þá brestur okkur orð til þess að lýsa muninum. Ekki minnst þykir mér um vert að nú hafa menn tök á að taka sér frí túr og túr. Hér áður gátu menn með heimili bókstaflega ekki tekið sér frí. En nú er farið að skikka menn til þess af og til.“ AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.