Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 73
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
73
eins litla ljóstýru, og við sáum að
hann hélt út undir Ritinn á bannsvæð-
ið.
Þetta varð til þess að farið var að
róa út á tundurduflasvæðið, bæði út af
Ritnum og eins norðaustur af Straum-
nesi og þarna vítt og breitt. Ég held að
þessu hafi ekki verið hætt að fullu eft-
ir það, en ég man að við fengum hót-
unarbréf þar sem við vorunt hvattir til
að hætta þessu, og eitthvert lát varð á
róðrunum við það. Var okkur tilkynnt
að ef við héldum uppteknum hætti
væri það á okkar eigin ábyrgð og mik-
ið ef bátarnir áttu ekki að teljast óvá-
tryggðir ef eitthvað henti okkur.“
Hafísinn
„Sjálfsagt hefur það bjargað miklu
að eitt árið eftir að duflin voru lögð
rak ís inn á ísafjarðardjúp, og sjálf-
sagt hefur hann slitið upp og sprengt
mikið af duflunum. En það hefur líka
átt sinn þátt í því að mörg þeirra fóru
á rek og daglega sáum við þau, eitt
eða fleiri, fljótandi á sjónum. Nokkuð
af þeim rak á land og var mikið um
sprengingar á fjörum við Djúp og á
Ströndum.
Já, það kom fyrir að við flæktum
línuna í duflunum. Smám saman upp-
götvaðist hvar þau lágu og var það
helst á tveimur stöðum: Annað beltið
var í N-NA frá Ritnum og sjálfsagt
20-25 mílur út, en hitt var út af Barða.
Það urðum við minna varir við og
mikið ef við vissum um það fullkom-
lega fyrr en eftir stríð.
Duflin áttu auðvitað að klekkja á
þessum stóru herskipum Þjóðverja
sem komu út úr norsku fjörðunum og
fóru svo með ísröndinni nærri Jan
Mayen og þar vestur og loks um
sundið milli Islands og Grænlands. ís-
röndin lá oft um og yfir Halann og þá
hefðu skipin orðið að fara yfir þetta
svæði. Ekki var vitað til hvort þýskt
skip fórst þarna, en hitt er annað mál
að þarna fórust ein sjö skip á leið til
Murmansk á sínum tíma. Við urðum
varir við brakið úr þessum skipum,
bæði lífbáta og fleka og alls konar dót
og loks olíuna, en mikill olíuflekkur
varð til við þetta slys, sem drap megn-
ið af öllum svartfugli. Hornbjarg og
Hælavíkurbjarg nær tæmdust af fugli
og ég held að bjargsig þarna hafi lagst
að mestu leyti mður
árin á eftir. Olíu-
flekkirnir voru á flakki
úti af Vestfjörðum mjög
lengi. Þá voru þarna lík
á reki sem sumir bátar
hirtu upp, en það var
ekki vel séð og mælst
til þess af herstjórninni
að binda við þau stein
og sökkva þeim. Við-
kvæmnin var nú ekki
meiri fyrir svona mál-
um þá.“
Draupnir IS-322. Magnús Grímsson hófferðir sínar
n • * ’t s wí á tundurduflasvæðin á þessum báti. Draupnir
Heioum viO vitaö... ,órst ]3 febrúar ]943 og með honum öu áhöfnin, 5
„Þótt þetta bann ylli menn.
okkur miklum erfið-
leikum, þá hefðum við samt aldrei
farið að róa út á þessi svæði, hefðum
við vitað hvað var að gerast. Við
höfðum bara ekki næga nasasjón af
hvað þetta var hættulegt, þótt stríð
geisaði allt í kringum okkur. Það er
sagt að breskir hermenn hafi fullyrt að
ekki þýddi að ota byssu að íslendingi,
því hann vissi ekki hvað byssa væri.
Svipað hefur verið með okkur. Ef við
hefðum hugsað um hve alvarlegur
hlutur tundurduflið er, hefðum við
haldið okkur frá þeim. Smám saman
rann það þó upp fyrir manni, þegar
við heyrðum þetta springa á fjörum,
því sprengingamar voru svo ægilegar
að þær heyrðust inn til afskekktustu
bæja.
En það var til nokkurs að vinna,
fannst okkur þá. Þetta voru það litlir
bátar, 14-16 tonna. Engum dytti í hug
nú að sækja jafn langt á þeim og við
gerðum á þeim tíma. A bannsvæðin
var miklu styttri sigling.“
Dauðinn í djúpinu
„Já, við urðum oft fyrir því að festa
línuna í duflunum. Oft kom upp á lín-
unni einhvers konar feiti sem duflin
og strengirnir sem þau voru fest við
höfðu verið smurð með. Línan var oft
útötuð í þessu. Þá voru taumar oft
slitnir af línunni þegar hún var að
dragast upp af þessu. Stundum slitn-
aði og þá var haldið í næsta ból.
Hættast var ég kominn einu sinni
um morguntíma, þegar við vorum að
draga línu einar 20 mílur úti af
Straumnesi. Þarna var þokkalegasta
veður og skyndilega sé ég út undan
mér að það var eitthvað við bakborðs-
síðuna sem maraði í hálfu kafi. Þetta
var þá tundurdufl sem var að koma
upp, því línan hafði fest á því. Þetta
var mjög nálægt bátnum og ég kallaði
á strákinn sem var á rúllunni og sagði
honum að skera línuna undir eins,
meðan ég reyndi að bakka frá þessu.
Maður hélt niðri í sér andanum með-
an við vorum að þokast frá þessu.
Sennilega hefur einn bátur frá
Þingeyri farist á tundurdufli, nema
hann hafi verið skotinn niður. Það var
Caesar heitinn. En það sem hefur ann-
ars bjargað því að ekki urðu fleiri slys
var hve bátarnir voru litlir og flutu
yfir duflin og líka það að þetta voru
trébátar, því eitthvað var þama um
segulmögnuð dufl. En eins og ég
sagði áður þá held ég að við höfum
líka átt ísnum mikið að þakka að ekki
urðu slys. Sum duflin lögðust á botn-
inn og togarar voru að fá þetta í vör-
puna. Til dæmis fékk Þorfinnur dufl
sem sprakk á síðunni á honum og
stórskemmdi skipið og Fylkir sökk á
þessum slóðum eftir að hafa fengið
dufl í trollið. Þar var þá skipstjóri
Auðunn Auðunsson.
En togararnir komust ekki á Hal-
ann þessi ár, þótt þá væri þarna geysi-
mikið fiskirí og hvergi meira en í
kringum duflin — hvort sem fiskur-
inn hefur verið að frýnast í þetta eða
hvort það var eitthvað annað sem
olli.“
AM