Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 92
92
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
MINNING
Jósafat Hinriksson
Fæddur 21. júní 1924 — Dáinn 7. janúar 1997
Það var í sumarleyfi á eyjunni
Mallorca, Spáni, fyrir sennilega
aldarfjórðungi að við hjónin kynnt-
umst Jósafat Hinrikssyni og konu
hans Ólöfu fyrst. Þau voru þar í
sumarleyfi líkt og við. Með þeim í
för voru þrír ungir synir þeirra,
hressir og kátir eins og vera ber í
sumarleyfi á erlendri grund. Síðar
lágu leiðir okkar saman eftir að ég
hóf störf á Tæknideild Fiskifélags
íslands og þá á sjávarútvegssýning-
um, fyrst í Þrándheimi í Noregi,
sennilega árið 1978, en Jósafat var
með bás á sýningunni þar sem hann
sýndi hlera og annnan búnað til
fiskveiða. Það var alltaf mjög gam-
an að koma í básinn til Jósafats
vegna þess að þar var yfirleitt margt
um manninn og Jósafat óspar að
kynna fyrir væntanlegum við-
skiptavinum framleiðslu sína. Sú
kynning fór ekki fram í hálfkveðn-
um vísum heldur á tungumáli sem
allir skildu þar sem gæði vörunnar
voru tíunduð og þess getið undir
lokin hvað fyrirtækið framleiddi
mikið á ári sem var alltaf gefið upp
í tonnum en ekki í fjölda hlera og til
hve margra landa hann seldi fram-
leiðsluna. En á fáum árum breyttist
Vélaverkstæði Jósafats Hinriksson-
ar úr því að komast fyrir í bílskúr
við heimili hans í það sem það er í
dag, í nokkurs konar verksmiðju
sem hefur sérhæft sig í framleiðslu
á búnaði tii togveiða og lætur sér
ekki nægja ítök í innlenda markað-
inum en hefur haslað sér völl á er-
lendum mörkuðum og selur nú stór-
an hluta framleiðslunnar úr landi.
Jósafat var mikill eldhugi, svo
mikill að honum nægði ekki að reka
verksmiðjuna með öllum þeim önn-
um sem því fylgja, heldur þurfti
hann að hafa fleiri járn í eldinum.
Varðveisla gamalla muna sem tengj-
ast sjávarútvegi var Jósafat hugleikin
og hafði hann safnað að sér í gegnum
árin gömlum tólum og tækjum sem
tengjast greininni.
A árinu 1986 var safnið síðan opn-
að, Sjóminja og smiðjusafn Jósafats
Hinrikssonar. Þangað hefi ég margoft
komið í tengslum við afmæli og opin-
ber boð sem þar hafa verið haldin.
Nefna má að þegar norrænir vélstjór-
ar héldu þing sitt hér á landi á árinu
1995 var safnið heimsótt og tók það
allnokkra stund að útskýra það fyrir
gestunum að safnið væri í einkaeign,
nyti engra opinberra styrkja. Og ég
skal játa að það var með dálitlu stolti
sem ég sagði fulltrúum norrænna vél-
stjóra frá því að eigandinn væri lærð-
ur vélstjóri og hefði líkt og margir ís-
lenskir vélstjórar hafið feril sinn á
fiskiskipum, harðnað þar en síðar
haslað sér völl í landi. Um safnið er
hægt að hafa mörg orð, en öll góð.
Það sem mér hefur fundist skemmti-
legast að skoða er nákvæm eftirlíking
af eldsmiðjunni sem Hinrik Hjaltason
faðir Jósafats reisti á Norðfirði á árinu
1926, en þar starfaði Jósafat með föð-
ur sínum á unga aldri og lærði þar
handtökin við járnsmíðina sem mörg
hver heyra nú sögunni til. Húsið er
eins og gamla smiðjan, líka stefnið
sem sneri í brekkuna til þess að
verja það bæði aurskriðum og snjó-
flóðum er á sínum stað, en margir
sem skoða smiðjuna halda að það
hafi orðið til fyrir tilviljun. Ekki er
nóg með að húsið sé nákvæm eftir-
líking af hinu gamla heldur er ein-
nig að finna í smiðjunni tólin og
tækin sem faðir Jósafats notaði við
smíðarnar á sínum tíma. Allt er á
sínum stað líkt og forðum. A aðal-
fundi Vélstjórafélags Islands í des-
ember 1995 var Jósafat gerður að
heiðursfélaga félagsins vegna dugn-
aðar síns og framsýni og erum við
stoltir af honum sem einum af okk-
ur, hann sýndi svo ekki verður um
villst hverju er hægt að áorka þótt
byrjað sé með tvær hendur tómar, ef
vilji, dugnaður og áræði eru til stað-
ar. Hann er fyrsti heiðursfélagi okk-
ar sem kemur beint úr atvinnulífinu,
þeir sem fyrir eru koma úr félags-
málunum og hafa verið heiðraðir
vegna þáttöku sinnar á þeim vett-
vangi. Nú er komið að leiðarlokum.
Síðast bar fundum okkar Jósafats
saman í október sl. í hófi sem við
héldum í tilefni af útkomu vélstjóra-
og vélfræðingatalsins. Þá var hann
hress og kátur að vanda en sagði að
fæturnir væru svona að byrja að láta
á sjá og sú slæmska ylli því að hann
kæmi ekki eins miklu í verk og hann
kysi og þyrfti, því mörg væru verk-
efnin, bæði í vélsmiðjunni og ekki
síður í safninu sem átti hug hans all-
an.
Að lokum vottum við hjónin eft-
irlifandi eiginkonu Jósafats, Olöfu
og fjölskyldu þeirra samúð okkar.
Helgi Laxdal, form.
Vélstjórafélags
Islands.