Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 95
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
95
Sigurliðið ífótbolta frystitogara. Áhafnarmenn afRán.
Valkyrjur. Frá vinstri: Rakel Bergmann, Kolbrún Sigur-
jónsdóttir, María Rós Sigþórsdóttir, Jenna Grans. A mynd-
ina vantar Þórunni Jónsdóttur og Björn Hansson stýri-
mann.
Hringur. Frá vinstri: Aðalsteinn Einarsson, Harald P.
Hilmarsson, Claus H. Magnússon, Magnús Kristjánsson,
Ágúst Sigurmundsson, Einar Aðalsteinsson og Björn Sig-
urðsson.
GÖTUSTRÁKAR: Efri röð frá hægri: Trausti Hansson,
Björn Hansson, Sölvi Oddsson, Hlynur Vagn Atlason,
Friðrik Óskar Bertelsen. Fremri röð frá hægri: Sigurður
Samúelsson, Halldór Hafsteinsson stýrimaður.
J. Guðmundsson. Helgi Einarsson
skipstjóri heiðraði kappana. í stað
krossa frá Sjómannadeginum í
Reykjavík var heiðurskörlunum af-
hentur fagur gripur, afsteypa í
smækkaðri mynd af listaverkinu
“Sigling” eftir Þorkel Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson sá um gerð
merkisins af listrænum næmleik og
hagri hönd. Nafn viðtakanda og ártal
er grafið í fótstykki merkisins og Sjó-
mannadagurinn í Hafnarfirði. Rökin
fyrir því að taka það upp að afhenda
fagran grip í stað hinna hefðbundnu
krossa eru þau að að kvöldi Sjó-
mannadags setja flestir krossa sína
niður í skúffu, sem geymir þá um
ókomin ár.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék milli
atriða á pallinum.
Magnús Ólafsson og Laddi
skemmtu við mikinn fögnuð ungra
Hafnfirðinga. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar sýndi björgun úr sjó með að-
stoð Björgunarsveitarinnar Fiska-
kletts og Bjöm Thoroddsen sýndi list-
flug af snilli sinni.
Kappróður fór fram samkvæmt
venju og kepptu átta sveitir. Besta
tímann áttu GÖTUSTRÁKAR með
tímann 1:19,33 og hlutu þeir Eyja-
peyjabikarinn og róðrarbikar
landsveita. Besta tíma sjómanna náðu
skipverjar á HRING- GK og hlutu
þeir Sjómannabikarinn.
Tími í róðrarkeppninni var þessi:
1. Götustrákar 1:19,33
2. Sjólastöðin 1:23,77
3 Hringur 1:27,62
4. Venus 1:29,13
5. Ýmir 1:31,13
6. Sjávarfiskur 1: 39,79
7. Valkyrjur 1:40,38
8. ????????? 1:41,49
Sjómannahófið hófst á Hótel Sögu
kl. 20.00 og gengu gestir í húsið und-
ir fjörugum leik Lúðrasveitar Hafnar-
fjarðar. Borgardætur og Örn Árnason
skemmtu, veislustjóri var Níels Lund.
Var besta skemmtun fram eftir nóttu
við frábæran leik hljómsveitar húss-
ins sem töfraði alla fram á gólfið eða
eins og segir í brag sem ortur var um
Sjómannadaginn fyrir nokkrum ámm:
Dansa nú bæði djæfog sving,
Dóri á Freyju og Alli á Hring.
Gvendur á Venus og Gestur á Rán,
geysast um gólfið á hœl og tám.
Óli-Fúsi og Eiríkur brosa
með Viðar á öxlum, þann fiskigosa
því nú stígur Högni sinn
stóðhestadans,
við stressaða konu — togaramanns.