Blanda - 01.01.1923, Blaðsíða 8
2
hinni þungu gremju, er þar kemur fram yfir hrösun dótt-
urinnar, einnig i ástsamlegu þakklæti til Helgu í Bræðra-
tungu og heitum fyrirbænuin biskups fyrir henni og börn-
um hennar m. fl. Dánardags Ragnheiðar biskupsdóttur
(23. marz 1663) finst hvergi getið nema hér. Ekki er
Þórður kallaður Þórður „ræfill“ i þessari æfisögu, en svo
nefndi biskup hann í lifanda lífi, og meira að segja í opin-
berum skjölum, t. d. hvað eplir annað í samningi á al-
þingi 1. júlí 1673, hálfum mánuði áður en Dórður dó
(Brb. Brynjólfs bisk. AM. 280 fol. bls. 232—234). Og svo
er að sjá sem þjónustufólk biskups hafi einnig nefnt Þórð
þessu nafni, því að svo segir í samtíða annál, er eg hef
fyrir skömmu fundið, að 14. júlí 1673 liafi andazt Þórður
Ræfill i Skálholti (ekki nefndur Daðason). En hötundur
þessa annáls hygg eg sé með vissu síra Einar prófastur
Einarsson í Görðum á Álplanesi (t 1690), er var i þjón-
ustu Brynjólfs biskups í Skálholli, þá er Þórður undaðist,
og honum mjög handgenginn. Er undarlrgt, að biskup
skyldi velja dóttursyni sínum jafn auvirðilegt og óviður-
kveemilegt auknefni. Áður hafði biskup optast kallað hann
Ragnheiðarson, og kemur það nafn fyrir i bréfum biskups,
en Daðason sjaldan. í bréfi til mága sinna, Beuedikts og
Hallgrims Jlalldórssona, 23. ágúst 1673 (Brb. bisk. AM.
280 fol. bls. 313 — 314), skýrir hiskup þeim frá láli Þórðar
dóttursonar síns, er andazt hafi 14. júlí, „eptir hœga og
þunga sótt af meinsemd í lungunum11, og segir, að guði
hafi þóknazt að „láta mér þetla lilfulla mér til iðrunar og
yfirbótur á syndum minnar æsku og aðra aldursglæpi með
burtkallan minna kærustu og nákvæmustu ástvina, kvinnu
og barna og nú siðast þessa litla ljóss, sem liann lét upp-
renna í elli minni úr saurugum stað [sbr. saurugur ávöit-
ur í æfisögunni], Þórðar míns sæla, hvers sál guð miskun-
samlega glcðji11 o s. frv. — Þess skal loks getið, að í
satni Bókmentafél, nr. 211 4to í Lbs. er líkræðu yfir Þórði
Daðasyni eptir síra Þórð Bárðarson á Torfaslöðum (t
1690) og hafði biskup valið textann úr Opinberunarbök-
inni 14. kap , en á þeirri líkræðu er alls ekkert að græða,
að eins venjulegur guðsorðalostur og ekkert annað. (H. Þ.)