Blanda - 01.01.1923, Blaðsíða 123
117
Hér ætti við að geta nokkurra atvika um Ingi-
björgu. Hún mátti teljast merkiskona, ágætlega út-
búin frá náttúrunnar hendi, þó hún hafi altaf í fátækt
lifað og þröngum kjörum. Það hefir mátt heita líkt á
komið með þeim hjónum; hvorugt þeirra gat fengið að
koruast að því, er þau vildu, sem var upplýsingin,
hvort á sinn hátt, og það eitt er vÍ3t, að hún hefði
getað á móti miklu tekið í ungdæminu, hefði þess
verið nokkur kostur, því margt hefir sýnt hjá henni
brennandi laungun og námfýsi. Hún var að náttúru-
fari mjög greind og glögg á alt, sem fyrir augun bar,
og lagin á alt. Hún skoðaði vandlega hvern hlut er
hún sá, bæði snið og sauma, prjón og vefnað; gerði
siðan eins, án allrar tilsagnar. Stilling var henni ein-
kennilega lagin, strax á barnsaldri. Hún hafði þegar
á unga aldri sterka náttúru til að hjálpa skepnum, ef
að þeim gekk, eiukum í öllum fæðÍDgarnauðum; fór
það svo í vöxt, að hún þótti vera með betri yfirsetu-
konum, og sat yfir mörgum konum í grend við sig,
en hennar erfiðu ástæður leyfðu henni ekki að gefa
sig við því. Sem dæmi upp á handlag hennar og
nákvæmni við skepnur, má geta eins af mörgu, — þá
var hún komin á sextugsaldur. Það var eitt sinn á
Staðarhóli, er þau hjón vóru þar, að lömb vóru gelt
á vori, að svo illa tókst til á einu lambinu, að garn-
irnar hlupu niður i pung-undirnar og lágu úti, og átti
þegar að liíláta það. Ingibjörg vildi fá að sjá lambið,
áður en það væri deytt; skoðar hún það mjög vand-
lega, sækir síðan nál og silkitvinna, og saumar alt
saman, eftir að hafa lagfært alt vel innifyrir, og hafði
síðan alla meðferð á lambinu; greri það fljótt og batn-
aði að fullu og varð vænn sauður; þá var þó hægri
hönd hennar mjög farin að kreppast saman. Jón hefir
viða getið konu sinnar í kvæðum sínum, verka henn-
sr og samfylgd, og hvað hann hafi verið vel giftur.