Blanda - 01.01.1923, Síða 286
278
jarðveginum í liverju spori. Hann er ógreiðfær sakir
misjafnanna bæði sumar, þá autt er, og vetur, þvi
hann verst jafnaðarlegast akfæri. Af honum þiggja
bæirnir Klömbur (víða) nafn sitt. I'ornbréfasafnið sýnir
alstaðar eintölu Klömbur, Klambrar land, nema mál-
dagi 1371, D IH Klambra land, sem líklega á að
vera Klambrar, en bæirnir eru nú kallaðir Klambra
eða Klömbrur tíðast, það er að segja, að nafnháttar-
nafnorðið sagnarinnar klambra, sem runnin er af klömb-
ur, hefir byggt því út úr bæjanöfnunum. Klambra er
lika rétt eptir islenzkum lögum, því það er ekki ótítt
að staðhætti er gefið nafnháttarnafnorð að heiti
Klambra og klömbrur hafa og rutt sér til rúms í dag-
legu tali til miska klömbur. Dað er tiðara að tala um
að fella klömbrur að e-u, t. d. rekatrjám, þá er þeim
er flett, heldur en klömbur, þó hvorttveggja sé rétt,
og eins að kalla áhald það, sem klónsmiðir, járn- og
skósmiðir nota í iðn sinni klömbru eða klömbrur, heldur
en klöbur eða klambrir. Bæirnir Hrjótur og SleÖbrjót-
ur i Múlasýslu nyrðri bera og nafn sitt af vangæfu
akfæri.
Margir bæir þiggja nöfn af jarðgróðri, svo sem StÖð
er þar, sem helzt eitthvert landgæði eða landgagu
stendur saman, og samsettu heitin Gagnstöð og livann-
stöð, allir í Múlasýslum. Lifurkersstaðir (ísafs.) sbr. nú
Landalifur segir í Fornbréfasafns registri (D. H)*
Lifur og Litrarrós var mér kent að kalla urt nokkra,
er óx í mýrum á Eyjólfsstöðum á Völlum í Múlasýalu
fyrir neðan bæinn, og vex þar líklega enn, uema ösku-
fallið 1875 hafi spilt lífsskilyrðum fyrir henni. Hún er
xneð bleikrauðum, jarðlægum stöngli fetlöngum eða
meira og blómi með bleikrauðum krónublöðum, á stærð
▼ið sóleyjarblóm. Því miður kann eg ekki að gera gjör
grein fyrir henni. Mér sýnist hennar muni hór getið,