Blanda - 01.01.1923, Blaðsíða 385
377
barði, og þó var óatjórn liana mest við öl. Yar Anna
allvæn kona; kom sér vel, þá hún var með öðrum;
kunni vel fyrir sór á hendur, og var yfirsetukona hin
bezta. Fór Guðmundur þá að búa á eignarjörð sinni
Kalastöðum, en baggi var sá á bandi, að á nokkrum
hluta jarðarinnar bjó sá maður móti Guðmundi, er
Sveinn hót. Var haun drykkjumaður mikill, ágeingur
og illur viðureignar. Hann lokkaði fjármuni Guðmund-
ar út af honum, og sumt hræddi hann af honum, en
sjálfur var Guðmundur óspilunarmaður hinn mesti, og
lét hvervetna falt fyrir áteyri og brennivín. Var það
og sögn, að Sveinn berði á honum.
JÞað var einhverju sinni, að þeir Sveinn og Guð-
mundur voru ölvaðir. Og er Guðmundi þótti uggvænt,
að Sveinn lóti hann óskemdan vera, fal hann sig i
skemmu sinni. Sveinn leitaði hans, og fann ekki, og
þar kemur, að hann knýr skemmuhurðina, og spyr:
„Er Guðmundur inni?“ Þá kallaði Guðmundur móti
honum og mælti: „Eg er ekki inni". Og gekk það
nokkrum sinnum. Ætlaði þá Sveinn að mölva upp hús-
ið. Þá mælti Guðmundur: „í guðs nafni, Sveinn minn
góður, eg er ekki inni". Af þvi má marka, að ær hef-
ur hann verið af víni, heldur en að hann væri svo
bernskur, og var þó Guðmundur mjög vitgrannur. Var
þá annað hvort, að Guðmundur lauk upp, eða að Sveinn
braut hurðina. Heimtir hann þá að Guðmundi, að
laust skuli hann láta við sig tinfat mikið, er hann
hafði áður að honum falað, en ekki feingið. Guðmund-
ur mælti: „Ekki að selja, ekki að gefa, ekki að lána,
— það er mitt eigið borðfat, ljá, ljá“. En hvernig þá
féllu viðskipti þeirra, er óljóst. En flest hafði Sveinn,
er hann vildi, hjá Guðmundi.
Eitt sinn reið Guðmundur út á Akranes; barst hann
raikið á, en ölvaður gerðist hann í för þeirri, og týndi
ýmsu, er hann hafði meðferðar; misti hann þá keyri