Blanda - 01.01.1923, Blaðsíða 196
190
skipverjar hans voru fátalaðir um Eggert, þvi þá
þeir sáu skiptapann, treystu þeir sór ekki, vegna
stórviðris og sjóaróJgu, að veita þeim Eggert neina
hjálp, líka voru þeir fáliðaðir. Jón Arason var ramm-
ur að afli og aðfaramaður mikill. Maður einn, sem
við mig talaði, og hafði haldið Jón í kaupavinnu eitt
sumar, sagði mér svo, að aldrei hefði hann séð jafn-
hraustlegan mann sem hann. Arni Þorkelsson í Búða-
plássi, vel hagorður maður, kvað tvær rímur um ferð
Jóns vestur og hvarf Eggerts, fyrir bón Jóns; fékk
Jón honum efnið skrifað til þess í liendur.1) . . .
1) Hér tilfærir höf. 4 erindi (90.—93.) úr siðari rimunm,
og eru þau tekin eptir handritinu B, eða alveg samhljóða
afskript- Er þá lokið þeim kafla æíisögunnar, er ræðir
um aðdragandann að drukknun Eggerts og slysið sjálft, a
sama timabili, sem rímurnar ná yiir, og þykir þvi engin
ástæða til að prenta hér meira úr æfisögu þossari, sem að
öðru leyti en þessum kufla er að mestu afskript af prent-
uðu æiisögunni (Hruppsey 1784). Við lýsinguna á Eggert
er því þó við bælt, að hunn hafi verið „hinn mannúð-
legasti og bezti maður í viðræðu við hvern mann, sem
einslega átti tal við hunn, hversu lítilmótlegur sem hann
var, ef hitt gat hann í einrúmi, en þegar fleiri voru vio-
staddir, vildi heldur stundum út af því bera“. Þetta er
haft eptir Hjálmari Þorsteinssyni, síðar presti í Trölla-
tungu (f 1819), er var þjónustusveinn Eggerts í Sauð-
lauksdal veturinn 1766—1767, og hafði jafuan síðan minn-
ingu hans í heiðri og virðingu. Kenndi Eggert Hjálmari
svo vel dönsku, að útlendingar dáðust að því síðar, hve
vel prestur talaði það mál. Séra Björn Hjálmarsson 1
Tröllatungu (f 1853), er var aldavinur Daða, hefur ef-
laust skýrt honum frá þessu eptir föður sfnum, og ef til
vill fleiru í sambandi við drukknun Eggerts, því að séra
Hjálmari hlaut að vera allvel kunnugt um þá atburði, ept-
ir samtíða frásögnum.