Blanda - 01.01.1923, Síða 389
381
fór Guðmundur þá þaðan, — með því (að) harm vildi
ekki keldur vera, — til skyldmenna sinna að Móeiðar-
hvoli og Ármóti, og dvaldi með þeim um hríð. Þar
eptir fór hann vestur að Skarði, og var með kammer-
ráði Skúla um tima, því (að) skyldur var hann konu
hans Kristinu. Þar eptir gekkst Steingrímur biskup
fyrir (þvi), að Eggert prestur Jónsson á Ballará tæki
Guðmund, og gaf biskup lionurn skuldbindingu sína
um meðgjöf með honum. Var hann þar um tvö ár.
En fyrir því að biskup brigðaði að nokkru leyti loforð
sitt, fékk Guðmuudur ekki að vera þar leingur. Þar
kunni Guðmundur vel hag sínum. Mátti á honum
heyra, hverir að hefðu reynzt honum bezt. Honum var
þungt í skapi til Jóns Jónssonar á Ármóti, og kallaði
hann „járnhrygg11. Margir hentu gaman að dónnim
hans um aðra menn. Um Steingrím biskup sagði hann
það, að hann væri þrár og þykkjupungur. Þegar rætt
var um, að Kristíu á Skarði væri góðgjörn kona, sagði
hann: „Er það nokkur meðaumkun að segja bö, bö?“
Spurningar hans voru einfaldlegar; hann spurði nefni-
lega, hvar krókasteikin væri í skepnunni. Honum var
sagt, að hún væri milli augnanna og ofan með nefinu,
og trúði hann því. Honum sagði einhver, að það væri
til baldírað kjónaband í kirkjunni á Skarði, er spent
væri í hringinn yfir um mann og konu, þegar þau
væru saman vígð, og því héti kjónaband, en þegar
þau skildu af ósamlyndi eða „þessleiðis og því um
líku“, þá væri bandið skorið sundur milli þeirra. Það
þótti honum skaði, þar sem bandið væri svo forkostu-
legt. Hann falaði eitt sinn fatnað, og að til skyldi
hann vera að komandi sumri, er hann lézt mundi vitja
hans. Hvorki var tækifæri að vinna fötin, og svo var
ekki viss skuldarstaður hjá Guðmundi. En er hann
kom að ákveðnum tíma að vitja þeirra, varð einhver
til að segja houura, að fötin hefðu ekki verið unnin,