Blanda - 01.01.1923, Blaðsíða 426
416
landsins og fjallavegum. Er sá kafli, er nú íer á ept-
ir, úr stýlabók þessari, og tekinn hér orðrétt á þeirri ís-
lenzku, sem á stýlsefnunum er í bókinni1), og er frá-
sögnin í heild sinni falleg og liðleg. Hefir kafli þessi
verið efni í sjö stýla:
„Mikil fjöll og óbygðir skilja á milli Norðlendinga-
og Sunnlendingafjórðunga. Upp á þessi fjöll liggja
tveir vegir fram úr Skagafirði til Sunnlendingafjórð-
ungs. Heitir annar Kjalvegur, en annar Sandur. Hinn
fyrri er þrjár þingmannaleiðir fyrstu bæja í milli,
og liggur hann ofan í ytri Bisbupstungur í Árness-
sýslu, eður og, sé farinn nokkur krókur, ofan í Hreppa
i sömu sýslu. £>essi vegur er góður yfirferðar, og víða
grösugur. Á honum er og að finna fjallagrös, sem
fólk sækir að sunnan og norðan, sér til bjargar, og
liggur þar við tjald vikum saman, jafnvel í hálfan mán-
uð. Ekki veit eg neitt markverðugt á þessum vegi,
utan þar er kallaður Grettishellir, hvar Grettir hinn
sterki skyldi í útlegð sinni um nokkurn tíma haft hafa
aðsetur sitt. l>að er og ekki órímilegt, því veiði-vötn
eru þar allskamt frá, af hverri hann hefur þá lifað,
því ekki varð náð til bygða, þar þessi hellir stendur
sem mitt á milli þeirra. í>essi hellir hefur verið geysi-
stór, svo eg held til að geta, að hann sé á leingd 20
faðmar, á breidd 7, en bæð hans er nú ei að marka,
því sandur or mikill inn í hann fokinn, svo meun verða
nærri því að fara inn f hann á hnjánum. En sem nú
er komið, þá er hann þó enn í syðri endanum meir en
manns hæð, en ei gefa menn sig í norðurendann, því
þar er koldimt, utan sér svo sem í lítinn munna út
úr norðurenda dyrunum, því sandur er i fokinn.
Á þessum vegi er kölluð Beinakerling, svo nefnd af
beinahrúgu, sem þar er saman borin, og fuudizt hafa
1) ÍBfél. Ivhd. 350 8vo.