Blanda - 01.01.1923, Blaðsíða 193
187
segl, tóku þeir bæði seglin hjá sér, og gerðu eitt úr
báðura og náðu þau lítið meira en niður um mitt tréð,
og má þar af marka stærð skipsins, að það hefur
verið feiknastórt eptir rúmatali. Þegar mjög tók að
hvessa, felldu þeir á minna skipinu segl sitt og and-
æfðu um stund, og gættu til stóra skipsins, sem nú var
langt á eptir1); bar það nú eptir og svo framhjáhinn
'im nokkra stund. Æstist þá veðrið og sjóarólgan.
Eggert sjálfur stýrði, en frú Ingibjörg sat í söðli upp á
fansinum aptur á skipinu. Mælt er, að hún hafi beðið
Eggert um vorið að lofa sér að fara þessa ferð land-
veg, en hann hafi sagt, að henni væri ekki meira að
fara á sjónum en sér. Nú sem skip Eggerts var komið
nokkra leið undan hinu, tóku veltur miklar og ramb og
að verða á þvi, hvað orsakaðist einna mest afborðunum,
sem yfir það voru lögð, þvi vindurinn stóð mjög i þau,
en í þeim veltum vildi svo óheppilega til, að söðullinn
með frú Ingibjörgu valt út af í sjóinn. Eggert spratt
uPp og hefur þá í ofboðinu sleppt stjórntaumunum.
Hann þreif til frúar sinnar og náði i yfirhöfn hennar, en
er skipið missti stjórnar sneri báran því snögglega flötu,
íyllti það þegar, svo að sökk [að mestu2), hvolfdist það
skjótt i ólgunni; sleppti þá Eggert takinu á frúnni, en
sneri sér fimlega við i stafninum, þá skipið hvolfdist,
°S; komst upp eptir stýrinu á kjölinn, en Ófeigur stúd-
ent þénari hans i öðrum stað eptir honum. Er það
mælt, að áður hann gengi á skip í Xeflavík hafi hann
8agt: „Nú ætla eg að kveðja, því að eg mun ekki heilsa
fyr en í himnaríki“. Strax er skipinu hvolfdi fórst alt,
er innanborðs var, bæði menn og fjárhlutur, nema
þeir Eggert og Ófeigur. Nú sneri sjórinn skipinu upp
1) Leiðr. fyrir: undan i hdr., sem eflaust er ritvilla, enda
*tendur „eplir“ í J. S. 164 fol.
2) b. v. eptir J, S. 164 fol.