Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Page 64

Eimreiðin - 01.07.1930, Page 64
272 NUNNAN eimreiðin En einu sinni kom barón einn með föruneyti sínu til kast- alans, sem nú hafði aftur verið fullskipaður þjónustuliði, og var veizla gerð honum til heiðurs. Er á leið veizluna tóku menn að kasta teningum, og var hallareigandinn svo heppinn í spilinu, að hann, í gleðivímunni yfir gengi sínu og trú sinni á það, lagði undir dýrmætustu eignina, að sjálfs hans sögn, sem hann átti, Beatrix hina fögru, eins og hún var með öll- um hinum mörgu og dýru gimsteinum, er hún bar, en í móti lagði baróninn kastala einn — gamalt og eyðilegt fjallasetur, — sem hann átti. Beaírix hafði horft á spilið með ánægju, en nú fölnaði hún upp og ekki að ástæðulausu, því nú var teningunum kastað og kom upp hlutur barónsins, en sá, sem hafði verið fífldjarf- astur, sat eftir með sárt ennið. Baróninn tafði ekki eftir þetta, heldur lagði undir eins af stað með hinn dýra feng sinn og fylgdarlið. Beatrix fékk að- eins tóm til að taka upp teningana, sem fluttu henni þessa illu fregn, og fela þá í barmi sínum, og svo lagði hún af stað grátandi með sigurvegaranum, sem sýndi henni enga miskunn. Þegar hópurinn hafði riðið í nokkrar klukkustundir, stað- næmdist hann í yndislegu beykirjóðri hjá tærri uppsprettulind. Mjúklega vaxið limið á beinvöxnum, silfurlitum stofnunum fléttaðist saman hátt yfir höfði manns, eins og fagurlega ofið grænt silkitjald, og gaf þaðan ágætt útsýni yfir sveitina í sumarskrúði. Hér hugðist baróninn að hvílast með herfang sitt. Hann skipaði fylgdarliði sínu að æja skamt undan, en settist sjálfur að þarna í fallega græna rjóðrinu með Beatrix og bjóst til að draga hana að sér með blíðuatlotum. En þá rétti hún úr sér og leit á hann leiftrandi augum, og um leið hrópaði hún upp yfir sig, að hjarta sitt hefði hann ekki unnið, þó að hann hefði náð eignarhaldi á lífi sínu. Hún kvað hjarta sitt ekki vera falt fyrir hrörlegan kastala, og ef hann ætti nokkurn manndóm til, væri honum sæmra að leggi3 fram eitthvað verðmætt í móti því. Hann mætti kasta ten- ingum um hjarta hennar, ef hann vildi leggja líf sjálfs sín að veði. Ef hann sigraði í því teningskasti, skyldi hún verða hans að eilífu, en ef hún bæri hærri hlut, skyldi hún eiga ráð á líf*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.