Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 64
272
NUNNAN
eimreiðin
En einu sinni kom barón einn með föruneyti sínu til kast-
alans, sem nú hafði aftur verið fullskipaður þjónustuliði, og
var veizla gerð honum til heiðurs. Er á leið veizluna tóku
menn að kasta teningum, og var hallareigandinn svo heppinn
í spilinu, að hann, í gleðivímunni yfir gengi sínu og trú sinni
á það, lagði undir dýrmætustu eignina, að sjálfs hans sögn,
sem hann átti, Beatrix hina fögru, eins og hún var með öll-
um hinum mörgu og dýru gimsteinum, er hún bar, en í móti
lagði baróninn kastala einn — gamalt og eyðilegt fjallasetur,
— sem hann átti.
Beaírix hafði horft á spilið með ánægju, en nú fölnaði hún
upp og ekki að ástæðulausu, því nú var teningunum kastað
og kom upp hlutur barónsins, en sá, sem hafði verið fífldjarf-
astur, sat eftir með sárt ennið.
Baróninn tafði ekki eftir þetta, heldur lagði undir eins af
stað með hinn dýra feng sinn og fylgdarlið. Beatrix fékk að-
eins tóm til að taka upp teningana, sem fluttu henni þessa
illu fregn, og fela þá í barmi sínum, og svo lagði hún af
stað grátandi með sigurvegaranum, sem sýndi henni enga
miskunn.
Þegar hópurinn hafði riðið í nokkrar klukkustundir, stað-
næmdist hann í yndislegu beykirjóðri hjá tærri uppsprettulind.
Mjúklega vaxið limið á beinvöxnum, silfurlitum stofnunum
fléttaðist saman hátt yfir höfði manns, eins og fagurlega ofið
grænt silkitjald, og gaf þaðan ágætt útsýni yfir sveitina í
sumarskrúði. Hér hugðist baróninn að hvílast með herfang
sitt. Hann skipaði fylgdarliði sínu að æja skamt undan, en
settist sjálfur að þarna í fallega græna rjóðrinu með Beatrix
og bjóst til að draga hana að sér með blíðuatlotum.
En þá rétti hún úr sér og leit á hann leiftrandi augum,
og um leið hrópaði hún upp yfir sig, að hjarta sitt hefði hann
ekki unnið, þó að hann hefði náð eignarhaldi á lífi sínu. Hún
kvað hjarta sitt ekki vera falt fyrir hrörlegan kastala, og ef
hann ætti nokkurn manndóm til, væri honum sæmra að leggi3
fram eitthvað verðmætt í móti því. Hann mætti kasta ten-
ingum um hjarta hennar, ef hann vildi leggja líf sjálfs sín að
veði. Ef hann sigraði í því teningskasti, skyldi hún verða hans
að eilífu, en ef hún bæri hærri hlut, skyldi hún eiga ráð á líf*