Eimreiðin - 01.07.1930, Page 67
eimreiðin
NUNNAN
275
nunnukápunni aftur, sem hún hafði geymt vandlega, og hvarf
nieð leynd brott úr kastalanum. Kaldur stormur haustnætur-
innar lék um hana á leiðinni, og fölnað skógarlaufið feyktist
1il og frá á veginum til klaustursins, sem hún hafði eitt sinn
flúið. Hún handlék talnaband sitt og baðst fyrir í sífellu um
leið og hún rendi huganum yfir liðnar stundir lífsins, sem
hún hafði notið.
Þannig hélt hún ótrauð áfram, unz hún stóð aftur fyrir
hliðum klaustursins. Þegar hún barði, kom nunnan fram, sem
2ætti dyranna, og var nú orðin ellilegri en áður. Hún heils-
aði Beatrix með nafni ósköp blátt áfram, rétt eins og að-
homukonan hefði aðeins verið svo sem hálftíma í burtu.
Beatrix gekk fram hjá henni og inn í kirkjuna, kastaði sér
á kné frammi fyrir altari heilagrar guðsmóður, sem tók til
roáls á þessa leið: »Þú hefur verið fulllengi í burtu, dóttir
sæl! Ég hef gegnt djáknastörfum þínum allan tímann, en þó
tykir mér nú vænt um, að þú ert hér komin og getur tekið
^ið lyklunum aftur*.
Myndin beygði sig niður og rétti Beatrix lyklana, en hún
varðbæði undrandi og glöð yfir þessu mikla kraftaverki. Hún tók
tegar til daglegrar iðju, leit eftir hér og þar, og þegar hringt
var til miðdegisverðar, gekk hún að sæti sínu við borðið.
Margar nunnurnar voru nú gamlar orðnar, aðrar dánar, ungar
nunnur höfðu bæzt við í hópinn og abbadísin, sem sal í önd-
vegi við borðið, var önnur en áður. En enga grunaði neitt
ynr Beatrix, sem settist í sitt gamla sæti, því að hin heilaga
mær hafði jafnan gengið í nunnunnar stað og í hennar
e*9in mynd.
Nú liðu ein tíu ár, og bar þá svo til eitt sinn, að nunn-
urnar ætluðu að halda hátíð eina mikla. Hafði þeim komið
saman um, að hver þeirra skyldi færa guðsmóður að gjöf
eitthvað það, er þær gætu dýrmætast fundið. Ein gaf skraut-
lega útsaumaðan kirkjufána, önnur altarisdúk og sú þriðja
messuskrúða. Ein orti lofkvæði á latínu, önnur bjó til lag við
tað, sú þriðja ritaði bænabók og teiknaði hana skrautstöfum.
^®r, sem ekki gátu annað, saumuðu barninu ]esú nýja skyrtu,
°9 nunnan, sem hafði á hendi matreiðsluna, bakaði handa
jólaköku. Beatrix var sú eina, sem ekkert hafði búið til,