Eimreiðin - 01.10.1931, Side 10
322
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
sinni að vera fyrirboði vopnahlés og nýrrar viðreisnar. Talan
þrettán má vel vera óhappatala, ef hún vísar aftur fyrir siS
til þess, sem liðið er. En ef frá þessum þrettánda fullveldis-
degi yrði upp tekinn hvítigaldur í þjóðmálalífinu, en svarti-
galdur hyrfi úr sögunni, þá er engin ástæða til að óttast unr
íslenzkt frelsi.
Afrek Alþingi sýndi það enn í sumar, að það trúir a
sumar- mátt talandans. Því lauk ekki fyr en í ágústlok,
þmgsins. 0g urgu umrægur bæði langar og strangar,
þau mál, sem hlutu fullnaðarafgreiðslu, flest fremur lítilvaeS-
Merkustu málin, sem komu fyrir þingið, dagaði þar uppi. Ma
þar til nefna frumvarp um virkjun Sogsins, breyting á stjórnar-
skránni, um ráðstafanir vegna atvinnukreppu, um rekstarlán
handa bátaútvegnum o. fl. Af lögum, sem þingið afgreiddi,
má nefna lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til ýmsra ráð-
stafana vegna útflutnings á nýjum fiski, lög um breyting 3
stjórn síldareinkasölunnar, lög um einkasölu á tóbaki, lög urT1
rikisveðbanka Islands og lög um búfjárrækt. Ennfremur sam'
þykti þingið lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til ‘að ábyrgi'
ast rekstarlán fyrir Útvegsbankann, alt að 150 þúsundum
sterlingspunda, og er þar með haldið áfram að sama haetti
og var, áður en bankinn breytti um nafn.
Eldhúsdagsumræður féllu niður að þessu sinni í þingimÞ
vegna nýafstaðinna kosninga og vegna þess, að stjórnarmyndun
var ekki opinberlega lokið fyr en í þinglok. Fóru menn þannig
á mis við »glansnúmer« þingsins og þó ekki að öllu leY*1'
því ekki gátu þingmenn neitað sér með öllu um að fara 1
eldhúsið öðruhvoru. Stjórnarmyndunin tók meiri tíma en al'
menningur hafði búist við, og breytingin varð minni í stjórn-
inni en út leit fyrir um skeið. Tryggvi Þórhallsson forsaetis-
og atvinnumálaráðherra og Jónas Jónsson dómsmálaráðherra
. sigldu báðir til útlanda, skömmu eftir að nýia
nYia.m s‘iórnin var sezt, a laggimar, en hinn nýi fiar'
málaráðherra, Ásgeir Ásgeirsson, var skilinn
eftir heima með stjórnartaumana. Fjármálaráðherrann nýi er
aðeins 37 ára gamall (fæddur 13. maí 1894), og mundi þa^
eitt út af fyrir sig hafa vakið mikla athygli annarsstaðar, a^
svo ungur maður skyldi settur í jafnmikilvæga stöðu eins og