Eimreiðin - 01.10.1931, Side 14
326
VIÐ ÞjÓÐVEGINN
eimreiðiN
ekki einusinni altaf getað hangið í því. — Af því að íslenzka krónan
fylgir algerlega gengishreyfingum sterlingspundsins hefur gull-
verð hennar verið dálítið breytilegt. Frá haustinu 1925 hefur ís-
lenzk króna verið í tæpum 82 gullaurum að jafnaði, en nú í októ-
ber var meðalgildi hennar aðeins rúmir 65 aurar og í nóvember
rúml. 2 aurum minna, nákvæmlega samsvarandi gengi pundsins.
Gengisfall íslenzku krónunnar um 20—22% hefur haft þa®
í för með sér, að útlendar vörur hafa hækkað í verði, eink-
um þýzkar og amerískar, en hækkunin er þó ekki komin fram
V ðl s enn’ nema Stjórnin setti nefnd a
brevtíngar. laggirnar til þess að rannsaka vöruverðið 1
landinu og athuga þær breytingar, sem kynntt
að verða á því. Verðlag var yfirleitt lækkandi þegar gengis'
fallið varð. — Smásöluverðlag í Reykjavík var þannig að
meðaltali, að vörumagn, sem kostaði 100 krónur fyrir stríðið
kostaði í október í fyrra 212 krónur. í september í haust
var verðlagið komið ofan í 192 kr. og 12. október niður >
181 kr„ þrátt fyrir gengisfallið. Eftir miðjan október taka svo
afleiðingar gengisfallsins að gera vart við sig í hækkandi vöru-
verði. Þannig hefur smásöluverðlag í nóvember hækkað ur
181 upp í 183, en heildsöluverð tiltölulega mun meira.
Bretland hefur til skamms tíma verið talið banki alls heimS’
En í júlí síðastliðnum hófst gullútflutningur úr landinu í stór*
um stíl. Þetta gekk svo Iangt, að forsætisráðherra Breta,
c £...■ Ramsay MacDonald, varð að legqja bann við
Breta. PVI’ að einstaklingum væri greitt í gulli, P°11
þeir krefðust þess. Bretar neyddust með Öðru”1
orðum til að hverfa frá gullinnlausn.
Fjárhagserfiðleikar brezka ríkisins, sem með falli sterlingS'
pundsins hafa sennilega náð hámarki, byrja í rauninni árið
1925, þegar þáverandi fjármálaráðherra Breta, Winston Spencer
Churchill, knúði pundið upp í gullgildi. Það hafði fallið lanS*
niður úr gullgildi, og í dezember 1921 komst það niður í
dollara, en í gullgildi jafngildir það $ 4,8665. Bretum var Þa°
metnaðarmál að geta komið pundinu upp í gullgildi sem fyrst o3
gerðu það líka, en of fljótt. Brezka ríkið hélt að vísu sæti sínu
meðal þjóðanna í fjármálum, en hækkun pundsins upp í gulls1 1
kom hart niður á brezkum iðnaði, af því hann var veikur fvrir'