Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 16
328
VIÐ ÞJOÐVEGINN
EIMREIÐIfí
vinnuleysisstyrkina. Árið 1928 hafði atvinnuleysið þegar aukist
svo . mjög í Bretlandi, að atvinnuleysisstyrkirnir námu það ár
um 25 miljónum sterlingspunda. En árið 1930 hafði sú upp-
hæð fimmfaldast.
Til þess nú að hjálpa brezka iðnaðinum fór Englar.dsbanki
að beita sér fyrir því, að bankavextir lækkuðu. En þetta varð
til þess, að menn fóru að koma fé sínu fyrir erlendis.- Inni-
eignir erlendra manna í Bretlandi minkuðu. Brezkt fé streymdi
einnig út úr landinu í lánum til nýlendanna, Suður-Ameríku
og Þýzkalands. Þjóðverjar einir fengu rúmlega 12.500.000
sterlingspund að láni hjá Bretum. Þegar Þjóðverjar gátu svo
ekki borgað afborganir af hernaðarskuldunum í sumar sem
leið, kom það auðvitað hart niður á Bretum.
, . Ofan á alt annað bættust svo stórkostleg fjár-
'fjársvilf09 sv'k ' Englandi og Frakklandi, sem höfðu slaem
áhrif á hag Breta. Af þessum fjárglæframálum
eru þrjú frægust orðin: ]) Fjársvik Clarence Hatrys í Lund-
únum árið 1929, sem höfðu það í för með sér, að hundruð
brezkra sparifjáreigenda töpuðu öllu sínu. 2) Fjárglæfrar Kyl-
sants greifa, forstjóra fyrir »Royal Mail Steam Packet Com-
pany« í Lundúnum, en á þeim töpuðu smá-hluthafar um
£ 4.000.000. 3) Hrun Oustric-bankans í París í fyrra, sem
kom svo hart niður á öðrum frönskum bönkum, að þe>r
drógu gull heim frá Bretlandi, því þeir þurftu sjálfir á þv>
að halda. En Frakkar fluttu líka gull heim frá Bretlandi af
öðrum ástæðum. Þeir vilja gjarnan ráða í stjórnmálunum 2
meginlandi Evrópu, einkum að því er Þjóðverja snertir. Og
enn þá er það gullið, sem veiiir þjóðunum mest valdið-
Bandaríkjamenn og hollenzkir bankar fylgdu dæmi Frakka
um heimflutning gulls. í Iok júlímánaðar var búið að rífa út
úr Englandsbanka gull, sem nam 160 miljónum dollara.
Síðasta »FederaI Reserve«-bankinn í New Vork <>Q
úrræðið: Frakklandsbanki lánuðu Bretum þá 243 miljónir
Þjoðarhags- j0uara £n þe{fa fé hvarf fljótlega. RamsaV
*ganga fyrtr MacDonald forsætisráðherra og Snowden fjár-
flokkahags- málaráðherra sáu fram á ríkisgjaldþrot, ef ekki
munum. yrgj grjpjg fjl skjótra ráða. Frakkar og Banda-
ríkjamenn lánuðu Bretum um 400 miljónir dollara, en það fe