Eimreiðin - 01.10.1931, Page 18
330
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
Brezku
þingkosning-
arnar.
Þingkosningunum í Brellandi 27. október lauk
með stórkostlegum sigri stuðningsmanna þjóð'
stjórnarinnar. Stefnuskrá þjóðstjórnarinnar >
kosningahríðinni var í þrem liðum: i) að festa
gengi sterlingspundsins, 2) að undirbúa alþjóðafund um hern-
aðarskuldamálin, sem leiði þau til farsællegra lykta, 3) að
rétta hallann á viðskiftareikningi Breta við aðrar þjóðir, með
verndartollum ef nauðsyn krefur, og auka útflutninginn. Mac-
Donald sætti þungum ákærum frá fyrri samherjum sínum
fyrir svik við verkamannaflokkinn, og ýmsir vinir hans 1
Lundúnum töldu það hina mestu fásinnu af honum að bjóða
sig fram í kjördæminu Seaham, sem er námumannahérað. En
fyrir það hérað hafði hann verið þingmaður áður. MacDonald
bauð sig eigi að síður fram í sínu gamla kjördæmi. Hann fékk
óspart að heyra fyrst framan af í kosningahríðinni, að hann
væri svikari, en þau hróp þögnuðu brátt, og hann hlaut kosn-
ingu með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða.
Á meðan kosningahríðm
stóð yfir þrumuðu sum blöð-
in látlaust áskoranir til fólks-
ins um að flytja fé sitt er-
lendis heim. Einkum þód'
Bandaríkjamönnum Rother-
mere lávarður aðsúgsmiki*
í blöðum sínum, svo sem
í „Daily Mail“. Það er eitt
af áhrifamestu
"urr blöðum 5ret-
lands og hefur
nálega 2 miljónir kaupenda-
Mátti þar einn daginn lesa
áskorun með stórri fYr,r'
sögn á þessa Ieið: Flfti1
Rothermere. peninga pðar heim til Bre^
lands! Fregnir frá Banda'
ríkjunum herma, að ástandið sé þar alvarlegt! Nú er Þl/'
tíminn til að selja dollara sína og flptja fé heim í föðurlan
sitt! Næsta daginn kom svo önnur risavaxin fyrirsögn um
að