Eimreiðin - 01.10.1931, Síða 20
332
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðiN
erfiðasta úrlausnarefnið, sem Bretar eiga nú fyrir höndum að
leysa. Sjálfur Gandhi sækir nú þessa ráðstefnu í Lundúnum,
en hann er ^hrifamestur stjórnmálamaður, ekki aðeins í Ind-
Simplicissimus Munchen
Gandhi í Ijónagiyíjunni.
(Skopmynd, úr einu kunnasta skopblaði Þjóðverja, af Gandhi á
Indlandsráðstefnunni í Lundúnum).
landi, heldur í allri Austurálfunni. Englendingar hafa tekið
»litla manninum með lendadúkinn* eins og konungi, enda
Gandhí munu þeir telja mikils um vert að hafa hann
sér vinveittan, því enginn einn maður í heimin-
um mun geta ráðið meiru en hann um það, hvernig skipast
um Indlandsmálin. Gandhi lifir hálfgerðu meinlætalífi og eftir
föstum reglum, sem hann bregður í engu út af, jafnvel þótf
á sjálfri ráðstefnunni sé staddur. Hann klæðist lendadúk og
sjali úr heimaofnu efni, sem hann hefur spunnið á sinn eigm
rokk, nærist á geitamjólk og ávöxtum eingöngu og ber jarð'
neska fjármuni sína í böggli undir hendinni. Koma hans til
Lundúna vakti mikla eftirtekt, eins og að líkindum lætur. Hefuf
sumum erlendum blöðum orðið tíðrætt um, hve brezka ljóniö
sé gæft í návist hans, en um árangurinn af Indlandsráðstefn-