Eimreiðin - 01.10.1931, Page 28
340
SVEINN BjÖRNSSON, SENDIHERRA eimreiðiN
Og þeir voru komnir í ljós löngu áður en hann varð sendi-
herra. Hann er óvenjulega aðlaðandi í framkomu og vekur
því ósjálfrátt traust og góðan hug þeirra, sem honum kynnast.
Er það ómetanlegur eiginleiki, ekki sízt í slíkri stöðu, enda
er það alkunnugt, að Sveinn nýtur mikilla vinsælda í Dan-
mörku, og ég hef heyrt marga útlendinga, sem honum hafa
kynst, minnast hans með aðdáun. Hann er varkár maður o9
rólegur, kann vel að stilla skapi sínu og leyna því, ef svo
ber undir. Og hann er sanngjarn og hleypidómalaus og kann
vel að meta röksemdir hvers málstaðar, bæði með og rnóti.
Alt þetta gerir það að verkum, að hann er afburða samninga'
maður, laginn og lipur svo að fágætt er. Er mér vel kunnugt
um það, frá því hann var málaflutningsmaður, hversu ólrúleg3
honum tókst að koma á sáttum í málum, þar sem þó horfö'
' « X
ist næsta óvænlega á um sættir. — Ég býst við því, að Þ30
sé þetta, sem mestu hefur ráðið um það, hversu vel hann
hefur reynst í sendiherrastöðunni. En þó er sú saga ekki o
sögð með þessu. Það er fleira, sem til sendiherrans kasta
kemur en viðskifti landsins við önnur ríki. Til hans le‘*a
margir menn ýmissa erinda, innlendir og erlendir. Marguf
umkomulítill landi hefur leitað til hans í vandræðum sínu111
erlendis. Og Sveinn Ðjörnsson á mikið af góðfýsi og Sre‘^
vikni og vill gjarnan leysa hvers manns vandræði, sem 1
hans kemur.
Ég býst við að Sveins Björnssonar verði lengst minst sem
sendiherrans. Hann hefur verið hinn fyrsti fulltrúi þjóðar sinnar
erlendis, unnið henni gagn og verið henni til sæmdar í Þv'
6tarfi. En því má heldur ekki gleyma, að hann var búinn a
vinna mikið starf áður en hann fór í þessa stöðu. Hann sto
um nokkurt skeið framarlega í stjórnmálum landsins. Ég 36 a
eigi að rekja stjórnmálasögu hans hér, en ég hygg að hann
hafi farið af þeim hólmi með óvenjulega hreinan skjó ;
Hann var lengi starfandi lögfræðingur, og naut einnig í Þeirrl
stöðu almenns trausts og var í röð hinna fremstu lögfræðinð3'
Það eru dægurmál, sem málflutningsmenn að jafnaði hafa me
að sýsla, og sér því venjulega eigi mikinn stað starfs þeirrn
síðar meir. En Sveinn Björnsson reisti sér í því starfi þrl*
minnisvarða, sem vonandi til endast lengi og halda nafm ha