Eimreiðin - 01.10.1931, Page 29
E|MREIDIN SVEINN BjÖRNSSON, SENDIHERRA 341
fen9i á lofti. Hann var einn af aðal-forgöngumönnum þess,
a^ stofnuð voru Eimskipafélag íslands, Brunabótafélag íslands
°9 Sjóvátryggingafélag íslands. Þessi félög þrjú hafa nú þegar
sParað þjóðinni mikið fé, sem að öðrum kosti hefði runnið
^ úr landinu til útlendinga, í farmgjöldum og iðgjöldum. Og
eru þau þjóðþrifafyrirtæki, og þó eigi væri annað af Sveini
a^ segja en það, að hann kom þessum þremur fyrirtækjum
a fót, þá væri það líka nóg til þess að nafn hans geymdist.
tn þetta er ekki nema einn þátturinn í starfi hans, því sem
af er, og enn er hann í blóma aldurs síns og á væntanlega
eff'r mikið starf og gott enn, áður en að sögulokum kemur.
Ólafur Lárusson.
Kvöldskin á fjöllum.
Dauðþreyttum er dýrðleg ró,
dags er störfum rofar.
— Glampar alt í geislasjó
grundum dalsins ofar.
Opin sjónum unun fríð
angursbyrði léttir.
— Áður grúfðu o’n í hlíð
úrgir þokuheltir.
Fyrir því ei foldin sá
fjaila sinna myndir.
— Stundum líkt hið æðsta á
urðu sumir blindir.
— Hlýi blær, af hugans leið
hjarnið láttu þiðna.
— Blika fjöllin björt og heið,
brosa að því liðna.
Þorsteinn Jónsson.