Eimreiðin - 01.10.1931, Síða 32
344
UM BYGGINGU ST]ARNANNA
EIMREIÐIN
er tvöfölduð, níu sinnum minna, ef hún er þrefölduð o. s. frv.
Sá tími kann að koma, og hann er þegar kominn í mörgu
tilliti, að vísindin hætta að furða sig á þessum furðulegu
hlutum. Þá munu menn undrast yfir öðru. En við, sem núna
lifum, hljótum að undrast og dást að einfaldleik náttúrunnar.
Er vissa var fengin fyrir því, að þekt efni eru á stjörnun-
um, var næsta sporið að rannsaka ástandið, sem efnin eru U
og það, við hvaða skilyrði þau eiga þar að búa. Og einmitt
þessar rannsóknir höfðu hina mestu þýðingu bæði fyrir stjörnu-
fræði og eðlisfræði. Því það kom í ljós, að á stjörnunum er
hitinn mismunandi, á mörgum gífurlegur og þrýstingur á efn-
unum alt frá hinu minsta til hins mesta. Slík skilyrði er hvergi
að finna á jörðunni, hvorki í náttúrunni né er hægt að fram*
leiða þau á tilraunastofum eðlisfræðinga. Það gefur að skil)a>
að efnin muni þá haga sér þar öðruvísi en undir jarðneskum
skilyrðum, og þannig urðu stjörnurnar að einskonar tilrauna-
»stofum« eðlisfræðinga.
Hér skal nú gerð grein fyrir því, hvernig stjörnufræðin f°r
að svara spurningunum: »Hvað eru stjörnurnar?* og »HvermS
er ástand efnanna á þeim?« Með stjörnum er þá átt við fasta-
stjörnur, og er svo alstaðar í þessari grein, sé annað ekki
tekið fram.
Að framan var minst á litróf lofttegunda, sem eru línulitróE
og litróf sólarinnar, sem er samhangandi röð lita. Við skulum
nú athuga eina reglu, sem gildir um samhangandi litróf. Se
mynd af regnboganum kastað á vegg, t. d. með spegli, °S
nákvæmur orkumælir færður fram og aftur gegnum litaröðin3f
kemur í ljós, að orkan er mest á vissum stað í græna litnum-
Til þess að skilja þessa útkomu betur, hugsum við okkur
myndina af regnboganum svo stóra, að tíu kaffikönnubreiddu-
séu á milli rauða og bláa litarins. Nú hitum við kaffi v'^
regnbogaskinið — hugsum okkur það mögulegt — og mun-
um þá finna, að fyrst hitnar á könnunni í græna litnum, e
hún sjálf er svört, helzt sótug. Á svipaðan hátt finst, ap 1
Ijósinu frá Vegu er mesta orkan nær fjólubláa enda litrófsins-
Sama er að segja um Fjósakonurnar og flestar stjörnurnar >
Sjöstjörnunni. Fyrir ofan Fjósakonurnar á himninum er b]or
rauðleit stjarna, hægri öxlin á Óríón, sem heitir Ðetelgeuze-