Eimreiðin - 01.10.1931, Síða 42
EIMREIÐIN
Skórnir.
Leikur í einum þætti, eftir Lárus Sigurbjörnsson.
PERSÓNUR:
Skósmiður. — Gamall maður. — Drengur.
LEIKSVIÐIÐ :
Dimmur kjallari, verkstæði skósmiðsins. Hátt milli gólfs og glug3a-
Skínandi bjart sólskin fyrir utan og hátt gras. Fugl heyrist syngja fyrir utan.
Skósmiður (sólar skó): Er hann ekki kominn aftur? Svei þer
attan. — Snáfaðu burt. Hvað viltu með að dríta fyrir utan
gluggan minn? Það má þó víst sjá, að ég er að slá sóla
á skó, og þessi söngur í þér er bara versta gól. Dirr
rirr — rirri — dí. Eins og hver hálfvitlaus kerling ge*‘
ekki sagt: Dirr — rirr — rirri — dí og spólað í kringun1
sjálfa sig, eins og þú, iðjuleysinginn. (Það er barið að dyrum)-
Kom inn.
Gamall maður (í dyrunum): Er hér gert við skó?
Skósmiður: Já. En stattu ekki þarna í dyrunum. Komdu m11
fyrir.
Gamall maður (kemur inn, lokar): Mér er svo dimt fyrir augw11-
Eg kem utan úr sólskininu.
Skósmiður: Já, það sér á — dettu ekki um stampinn þarna-
Gamall maður (þreifar sig áfram): Ja — ég sé nú hreint ekkert-
Æ, — þarna hefurðu þó blessað sólskinið fyrir utan glugS'
ann þinn, en það fellur ekki nokkur geisli inn til þín.
Skósmiður: Skiftu þér ekki af því. Hvar eru skórnir?
Gamall maður: Ég er nú með þá á fótunum. Ég gekk héma
fram hjá og sá utan á húsinu, að hér væri gert við sko.
og af því að skórnir mínir eru eitthvað bilaðir — —
Skósmiður: Já, ég geri við skó — en ekki munnræpu.
Gamall maður: Já, já, það er einmitt, þú gerir við skó.
Skósmiður: Heldurðu að það væri ekki ráð, að þú
úr skónum, ef ég á að gera við þá?