Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 44
356
SKÓRNIR
EIMREIÐIN
Drengurinn (inn): Pabbi, pabbi, það er sólskin úti.
Skósmiður: Hvaða hávaði er þetta, drengur?
Gamall maður: Att þú svona ungan son?
Skósmiður: Hann er nú yngstur af tólf.
Gamall maður: ]a, mikil blessuð barnasæla er það.
Skósmiður: Og ekki tekið út með sældinni að koma því stóð*
á legg.
Drengur (viö föður sinn): Mamma sagði, að ég mætti vera uti-
Gamall maður (við drenginn): Komdu hérna, drengur minn-
(Drengurinn kemur til hans). Þú ert með glóbjart hár, eins oS
hún mamma þín —
Drengur: Mamma? Hún er með grátt hár, sem verður alveg
kolsvart, þegar hún greiðir það upp úr vatni.
Gamall maður: Jæja þá. Þú hefur þá augun hennar mömnu1
þinnar.
Drengur: Þekkirðu hana mömmu?
Gamall maður: Það getur vel verið. Hún hafði blá augU.
eins og þú, og glóbjart — — nei, við skulum sleppa har-
inu — og hvað var það nú fleira — og litlar hvítar hendufi
eins og þú — —
Drengur: En ég hef ekki vörtu á nefinu.
Gamall maður: Vörtu á nefinu?
Drengur: Já, það hefur mamma.
Gamall maður: Nei, það hafði hún ekki.
Drengur: O-víst. Og það er meira að segja hár á vörtunm-
Finst þér það ekki skrítið?
Skósmiður: Ef þú ætlar að fara að setja einhverjar flugur 1
drenginn, þá fleygi ég í þig skónum aftur.
Gamall maður (ókyrrist); Nei, skóna þarf ég að fá, til að kotf'
ast lengra.
Drengur: Hvert ertu að fara?
Gamall maður: Langt, langt í burtu.
Drengur: Hvað langt, lengra en inn fyrir fjörð?
Gamall maður: Lengra en inn fyrir fjörð.
Drengur: Lengra en inn að gili.
Gamall maður: Já, lengra.
Drengur: Á heimsenda þá. ,
Skósmiður: Hvaða vitleysa er þetta. Hann ætlar upp * '
Drengur: Hvað ætlarðu að gera upp í dal? ..
Skósmiður: Hvað ætli þú hafir vit á því. Hann er að Iel
að sjálfum sér.
Drengur: Sjálfum sér? Ert þú ekki þú sjálfur?
Skósmiður: Þegiðu drengur.
Drengur: Þú ert að plata. Þú hefur týnt einhverju.
Gamall maður: Já. — Eru skórnir ekki til?