Eimreiðin - 01.10.1931, Side 64
376
WILLARD FISKE
EIMREIÐIN
konar, æfiminningar, erfiljóð og tækifæriskvæði eru í safninu
í þúsundatali.
Margt er þar einnig sjaldgæfra rita íslenzkra og má þessi
nefna: Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar (1540), Cor-
vinus-postillu (1542), Guðbrandar-biblíu (1584), útgáfu Hug-
svinnsmála frá 1624 (aðeins eitt annað eintak er til) og átján
útgáfur af »grallaranum« (graduale), en alls voru nítján prent-
aðar. Og nýlega eignaðist safnið rit, sem menn vissu að til
var, en eigi hafði áður í leitirnar komið — Katekismus Palla-
díuss (1576).i)
Mjög merkilegar eru hinar mörgu ferðabækur um ísland-
Bók Blefkens er hér, sú, sem illræmdust er orðin fyrir Grou-
sögur frá íslandi, einnig ensk þýðing á bók Niels Horre-
bows (frá 18. öld), en í henni er kafli um höggorma á
landi, sem frægur er orðinn að verðleikum. En margt er hef
einnig góðra ferðasagna og skemtilegra frá íslandi, baekuf
þeirra Dufferins lávarðar, Bayards Taylors og fjöldi annara-
Safnið er auðugt mjög að bókum og ritgerðum um runir
og rúnafræði; hinsvegar er þar fátt handrita, enda lét Fiske
sér ekki umhugað um að safna þeim; leit hann svo á, a^
þau ættu að geymast í heimalandi sínu.
Enginn fer því erindisleysu á Fiske-safnið, sem fræðast vn
um ísland að fornu og nýju. Síðan það var stofnað hafa
ýmsir fræðimenn dvalið þar lengri eða skemri tíma við bók-
mentalegar rannsóknir; nemendur Cornell-háskóla í Norður*
landamálum og bókmentum, en þeir eru allmargir á ári hverju.
hafa og að sjálfsögðu notað safnið, og bækur þaðan svo hundr
uðum skiftir hafa verið lánaðar bókasöfnum og lærdómsmönu'
um víðsvegar um Bandaríki. Má því óhætt segja, að safuið
hefur þegar orðið til mikilla nytja. Og það er sá höfuðstóll, sem
heldur áfram að greiða íslandi ríkulega vexti um komandi ar-
Fiske efndi því dyggilega heitstrengingu sína frá *sku-
árunum: að vinna íslandi. Sannarlega getur hann, útlendiuð
urinn, verið oss, sonum íslands og dætrum heima og erlend>s>
fyrirmynd ræktarsemi og föðurlandstrygðar. íslands-ást hans
1) Sbr. H. Hermannsson: „Qamlar íslenzliar bækur" (Lesbók „Morg1"
blaðsins“, 1. febr. 1931).