Eimreiðin - 01.10.1931, Page 78
390
í EFTIRLEIT
ElMREIDlN
hafa komið. Svo var t. d. fyrir stuttu, þegar ]ón læknir Jóns-
son í Hafnarfirði sendi mér jólasálm, sem faðir minn hafði
ort 1874. En sálmur þessi varð markverðari fyrir það, að
]ón kollega kunni sögu af honum að segja, og leyfi ég mer
að birta hana hér með upp úr bréfi hans, ásamt sálminum-
Jón læknir skrifar: >Þú verður að svífa með mér 56 ar
aftur í tímann. Þá var Einar Guðjohnsen kollega aðstoðar-
maður föður síns við söngkenslu og organleik í dórnkirkjunm-
Hann hafði safnað um sig allstórum flokki ungra kvenna oS
karla og kendi þeim söng með sóma og prýði. Nú leið að
jólum 1874. Skyldi þá að vanda hafa kvöldsöng í kirkjunni.
og vildi söngstjórinn láta flokk sinn sýna alt hvað hann orkaði-
Var mjög vandað til þessa, og hljómuðu nú ný sálmalög °S
nýir sálmar um hvelfingu kirkjunnar og fyltu eyru safnaðar-
ins, en einkum allra söngelskra manna, óblandinni ánægju
hrifni. En hvað skeði? Þegar úr kirkju var komið, heyrðist >
hverju horni: »Þetta voru meiri ósköpin. Að hugsa sér annað
eins! »Heims um ból« alls ekki sungið, en í þess stað sunS'
inn sálmur eftir hann Matthías. Þó hann sé þjóðhátíðarskáló-
þá er hann vitanlega ekkert sálmaskáld. En þetta tekur Þ°
út yfir alt að fara að kyrja á sjálfa jólanóttina:
„Þú vetrarnætur náheims djúp, sem nístir hálfa foldu". — —
Naumast var það jólalegt! En sá smekkur að fara að eyð>'
leggja jólin fyrir trúuðu fólki með öðru eins! —
Jæja, hefði þetta verið á Spáni, hefði þessi veslings
hías sennilega ekki borið sitt bar eftir þetta. Ég hef mitt vil
úr tveimur öldruðum konum, sem voru í söngflokknum á sím*
bezta blómaskeiði, þeim frú Ásthildi Thorsteinsson og ^rU
Önnu Thoroddsen.
Svo kann ég ekki þessa sögu lengri og sendi þér upP'
skrift frú Önnu«. Og, þannig hljóðar sálmurinn:
Þú veirarnætur náheims djúp,
sem nístir hálfa foldu,
hver feykir þínum feigðar hjúp,
er fjötrar oss við moldu?
Ó, sálar vetrar voðadöf,
hver veltir burf frá lífsins gröf
þeim forna, stóra steini?
Ó, þrefalt dauðans dimmutjald,
sem Drottins ríki hylur,
þú nótt, þú gröf, þú villuvald,
sem voðann sjálfan dylur.
Ó, veröld, veröld vilt og aum,
þú vaknar aldrei fyr af draum
en meira ljós þér lýsir.