Eimreiðin - 01.10.1931, Page 82
394
í EFTIRLEIT
EIMREIÐIN
Það væri að bjóða Skagfirðingum skyr
og skarfakál við Persakonungs dyr,
það væri að bjóða Rotschild rýrðarkot
og Rússakeisaranum sviðaflot —
— — og Viktoríu vaðmálshempuflík
og vinnukonu tign í Olafsvík. —
Á „músunni" er munur, kæra frú,
og mín er, hérna að segja, líkusi kú,
er sífelt tottuð, gefur ei meiri mjólk
en máske fyllir tveggja marka hólk,
— — En maðurinn þinn á „músu“, sem er dís
og meykonungur austur í Paradís," o. s. frv.
Nú er það ekki ætlun mín að eyða rúmi tímaritsins meD
kvæðum, sem máske margir kunna, heldur vildi ég í þessart
grein gefa til smekks nokkrar áður óprentaðar stökur, sew
ég hef fengið víðsvegar að. Geri ég það bæði til að halda a
lofti gamankveðskap föður míns, sem er mörgum lítt kunnur,
en á skilið að vera það, og til þess að minna þá á, sem
eitthvað eiga frá honum af slíku tæi, að enn er tími til a&
senda mér það og forða því frá gleymsku og glötun. Og eð
veit, að eins og ég sjálfur hef sérlegar mætur á þessari teg-
und Ijóða hans, eins muni vera um marga fleiri.
Það var um eitt skeið afar-mikið kepst um það af ungum
blómarósum að fá föður minn til að skrifa vísur í ljóðakver.
sem þá voru móðins og kölluðust »póesí«-bækur á vondri
íslenzku. Og hann sagði sjaldan nei, heldur gerði hann, a^
ég held, öllum, sem báðu hann, einhverja úrlausn. Nú erU
þáverandi blómarósir orðnar rosknar og ráðsettar maddömur
og frúr og máske sumar búnar að gleyma eða týna ljóða
kverum sínum. En ég get þess til, að flestar kunni þó au
muna vísurnar, sem hann gaf þeim og geti þá gert mér o9
öðrum þann greiða að senda mér þær. Þannig gerði t.
hún Frissa mágkona mín. Hennar vísur voru svona:
„Fáðu nú, Frissa, fimtíu biðla,
og miðlaðu síðan mínum drósum:
fimm af Frakklandi, með fagurskornar
buxurbengalskar, með breiðumlokum,
sex frá Sviss, með silkihatta,
einn ítalskan með arnarnefi,
tvo rússneska á rosabullum,
— — — átta algráa AustfiröinS
fimm flugríka Feneyinga og
átta lávarða enskrar foldar ■