Eimreiðin - 01.10.1931, Side 108
420
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIÐIN
XII.
En sérhvert brot á lögmálum siðgæðisins hefur óumflýjan-
lega refsingu í för með sér. Hvernig sem ég reyndi að herða
mig upp, urðu hveitibrauðsdagarnir mér hið mesta kvalræði.
Eg kvaldist af leiðindum, og ofan á það bættist fljótt ósegjan-
legt þunglyndi.
Þetta byrjaði mjög fljótt, eða undir eins á þriðja eða fjórða
degi eftir brúðkaupið, að því er ég bezt man. Eg kom að
henni mjög sorgbitinni, spurði hvað að henni gengi og bjóst
til að faðma hana að mér, því ég hélt sannast að segja, að
ekki þyrfti annað til að létta sorgarskýjunum af enni hennar.
En hún ýtti mér frá sér og fór að gráta. Af hverju grét hún?
Ja, því gat hún ekki svarað, henni leið bara svo illa. Senni-
lega hefur þessi taugaóstyrkur þegar verið búinn að opna á
henni augun fyrir öllum viðbjóðnum í háttalagi okkar. En
hún gat ekki komið orðum að því. Ég tók að spyrja hana
spjörunum úr, og bar hún því þá við, að hún væri svo hug-
döpur yfir því, að hafa ekki móður sína hjá sér. Ég vildi
ekki almennilega trúa þessu og reyndi að telja um fyrir henni,
án þess þó að nefna móður ‘hennar á nafn. Þetta tók hún
mér strax illa upp og bar mér á brýn, að ég vændi sig
skreytni. Hún kvaðst nú sjá, að ég elskaði sig ekki. Éð
ávítaði hana fyrir dutlungana, en nú var svipur hennar orðinn
allur annar en áður. Sorgin var horfin, en reiði komin >
staðinn. Hún brígslaði mér um eigingirni og hörku. Ég starði
á hana, steinhissa. Hún var svo bitur og æst, að mér lá við
að halda, að hún væri tekin að hata mig.
Ég man, að ég varð óttasleginn af þessu. »Hvað var þetta?
Hvernig gat þetta verið mögulegt?* hugsaði ég með sjálfum
mér. »Ást, — sáttmáli milli tveggja sálna . . . og svona skamm-
vinn! Nei, þetta er óhugsandi. Þetta getur ekki verið hún
sjálf ...»
Ég reyndi að mýkja skap hennar, en mætti þeim nístandi
kulda, að ég var sjálfur orðinn fjúkandi vondur áður en ég
vissi af, og áður en lauk jusum við hvort annað skömmum-
Þessi fyrsta deila hafði ill áhrif á okkur bæði. í raun og
veru var hér ekki um neitt deiluatriði að ræða, heldur höfðu