Eimreiðin - 01.10.1931, Síða 109
eiMRE1ÐIN
KREUTZER-SÓNATAN
421
atvikin hagað því þannig, að okkur varð alt í einu ljóst, hví-
|>kt regindjúp var staðfest á milli okkar. Ástin var útbrunnin
íafnskjótt og við höfðum látið undan holdsfýsninni, og nú sá-
Uln við hvort annað í réttu ljósi. Við vorum að eins tvær
sigingjarnar mannverur, áttum ekkert sameiginlegt nema þá
0sk að öðlast sem mesta ánægju að unt var á hvors annars
kostnað.
Eg endurtek það, að ekkert annað var orsök deilunnar en
tað, að við höfðum um stund losnað undan valdi fýsnarinnar,
Svo að við komum nú til dyra eins og við vorum í raun og
Veru- Eg skyldi ekki þá, að fjandskapur sá og kuldi, sem
9ert hafði vart við sig milli okkar, var eðlileg afleiðing þess,
^vernig við lifðum. Ég skyldi þetta ekki þá strax vegna þess,
með stuttu millibili urðum við ástfangin aftur hvort í öðru.
hélt því, að fyrsta rimman hefði að eins verið tiiviljun, og
mundi aldrei nokkurntíma henda okkur aftur.
En hveitibrauðsdagarnir voru ekki nærri á enda, þegar við
Vorum aftur orðin leið hvort á öðru. Ástin var horfin út í
Veður og vind, og ný rimma tók við. í þetta skifti leið mér
etlnþá ver en áður. »Það hefur þá ekki verið nein tilviljun,
emur nokkuð, sem ekki verður umflúið*, hugsaði ég með
^elfingu. Síðari rimman varð mér einnig minnisstæðari fyrir
Pa°, að tilefnið var hrein og bein vitleysa. Það var eitthvað
u| af peningum, en á peninga var ég jafnan óspar, og þá
°kki sízt við konuna mína. Ég er nú búinn að gleyma nán-
ur* atvikum, en ég man það eitt, að hún hafði fengið þá
U9U í höfuðið, að ég vildi drotna yfir henni með tilstyrk
Peninga minna, sem auðvitað var tóm markleysa, og hvorki
enni samboðið að láta slíkf út úr sér eða mér að hlusta á
®’kt- Ég reiddist og bar henni á brýn skort á nærgætni.
Un bar mér sama á brýn, og svo fór alt í bál og brand.
9 fann sama hatrið og kuldann í rödd hennar, svip og öllu
átbragði eins og í fyrra skiftið, og mér leið illa. Ég hafði
stundum áður lent í rimmu við bróður minn eða einhvern
VlI1a minna, og jafnvel stundum við föður minn. En þó að
Samræðan yrði þá stundum áköf og bitur, urðu orðin, sem
°. uur fóru í milli, aldrei neitt líkt því eins hatursfull og eitruð
e’ns og þegar hún og ég deildum.