Eimreiðin - 01.10.1931, Qupperneq 110
422
KREUTZER-SÓNATAN
eimreiðiN
Eftir stuttan tíma hvarf hatrið samt enn á ný fyrir ástinni,
þ. e. a. s. fýsninni, og ég huggaði mig við, að þessar tvaer
fyrstu rimmur stöfuðu af óvarkárni, og mundi verða hægt að
komast hjá þeim framvegis. En svo kom þriðja rimman og
sú fjórða, og sá ég þá, að þetta gat ekki stafað af tómri til-
viljun, heldur hlaut orsökin að liggja í einhverju, sem ekki
varð við ráðið. Eg varð blátt áfram lamaður, þegar ég hugs-
aði til þess lífs, sem ég átti í vændum. Eg hélt líka, að eng-
um hjónum kæmi eins illa saman eins og okkur, og jók það
á hugarangur mitt. Ég vissi þá ekki, að óhamingjusamt
hjónaband er sameiginlegt hlutskifti allra giftra manna 1
minni stétt, Þó að allir haldi, að þeir séu einir um óham-
ingjuna og reyni því að leyna henni bæði fyrir sjálfum ser
og öðrum.
Ósamlyndið byrjaði, eins og áður er sagt, undir eins fyrstu
dagana eftir brúðkaupið og fór sífelt vernsandi. Það var varla
liðin vika frá brúðkaupinu, þegar ég fann með sjálfum mer,
að hamingja mín var glötuð, að alt hafði farið öðruvísi en
ég bjóst við, og að hjónabandið var hreinasta kvalræði. En
náttúrlega líktist ég öllum hinum í því, að ég vildi ekki kann-
ast við þetta fyrir sjálfum mér og hefði að líkindum ekk’
kannast við það enn í dag, ef ekki hefði farið fyrir mér ems
og fór. Mest furðar mig á, að ég skyldi ekki undir eins sia,
hvernig komið var. Ég hefði þó átt að sjá það af því, a^
deiluefnið var jafnan svo auðvirðilegt, að ómögulegt var a
muna það, er deilan var úti. Sfundum vorum við í vandraað
um með að finna nægilegt tilefni ósamkomulagsins, sem var a
milli okkar. Og enn erfiðara var að finna átyllu til að sem)a
frið aftur. Stundum var þá komið með einhverjar málamyná3
skýringar, sem enduðu með gráti. En stundum varð þetta me
þeim hætti, að eftir að við höfðum brígslað hvort öðru ufl*
allskonar vammir og skammir, þá sættumst við kannske aM 1
einu og eins og það væri þegjandi samkomulag með okkur
að láta alt enda í brosi . . . kossum, faðmlögum . . . Það var
alt jafn ömurlegt! Ég skil alls ekki hvernig stóð á Þ'j"’
að ég skyldi ekki finna undir eins viðbjóðinn í þessu o
saman!