Eimreiðin - 01.10.1931, Síða 118
430
KREUTZER-SÓNATAN
eimreiðii*1
sú, að ég tók nú að þjást af óstjórnlegri afbrýðissemi, o9
hélt sú ástríða áfram að þjá mig allan tímann, sem við vor-
um gift; hlýtur svo jafnan að fara um þá eiginmenn, sem lifa
ósiðlega eins og ég lifði.
XV.
Eg þjáðist af afbrýðissemi, eins og ég sagði, allan þann
tíma, sem við vorum gift. Mest bar þó á þessu undir vissum
kringumstæðum, eins og til dæmis þegar læknarnir bönnuðu
konunni minni að hafa fyrsta barnið á brjósti. Afbrýðissemi
mín stafaði í það skifti að nokkru leyti af ókyrð þeirri, sem
komin var yfir hana, vegna þeirrar ótilhlýðilegu truflunar a
eðlilegri rás lífs hennar, sem læknarnir höfðu komið til leiðar
með fyrirskipunum sínum. En einkum var það ósjálfráð en
örugg meðvitund m;n um það, að henni mundi, ef í það f®rl’
jafnauðvelt að afrækja skyldur sínar við eiginmann sinn eins
og henni veittist það tiltölulega auðvelt að afrækja skyldur
sínar við barnið, sem ól upp í mér afbrýðissemina, og Þa^
því fremur sem konan mín var alheilbrigð og vel fær um að
hafa börn á brjósti, eins og hún lika gerði síðar, þrátt fYrir
bann læknanna*.
»Þér eruð víst ekki neinn læknavinur*, sagði ég, því e3
hafði hvað eftir annað veitt því eftirtekt, hve gramur hann
varð, þegar hann mintist á þá.
»Hér er alls ekki um það að ræða, hvort ég er lækna-
vinur eða ekki. En þeir hafa gerspilt lífi mínu, eins og þe,r
gerspilla lífi þúsunda og hundruð þúsunda annara manna, oS
eðlilega kemst ég ekki hjá því að rekja afleiðingarnar h
þeirrar einu orsakar, sem rétt er. Sem lögfræðingur skild' eS
það vel, að lækriarnir vildu gjarnan græða fé, og ég hefð1
með glöðu geði látið þeim eftir helminginn af öllum tekjuni
mínum ef ég hefði þá átt það víst, að þeir skiftu sér aldrel
neitt af mér og mínum. Ég er líka viss um, að aðrir myndu
fúsir til að gera hið sama. Eg hef aldrei reynt að safna nem-
um upplýsingum um starfsemi læknanna, en þó veit ég unl
minst tíu dæmi — og við þau má bæta endalaust ""
þar sem þessir kuklarar hafa ýmist drepið fóstrið í móður
lífi undir því yfirskini, að móðirin hafi ekki verið fær um 3